8. bekkur Varmahlíðarskóla í kvikmyndagerð

Mynd Varmahlíðarskóli
Mynd Varmahlíðarskóli

Ásbirningasaga sýnir atburði úr Sturlungu og dregur nafn sitt af litabók sem félagið á Sturlungaslóð gaf út fyrir nokkrum árum og er söguþráður myndarinnar byggður í kringum bókina. Ásbirningar voru höfðingjar héraðsins á miðöldum og börðust um landsyfirráð við m.a. Sturlunga. Nemendur fóru fyrst að Reykjarlaug við Reykjarfoss í Svartá og síðan að Víðimýrarkirkju og voru margar senur teknar upp á báðum stöðum.