STEFnumót á Sauðárkróki: Til hvers er STEF og hvernig á að móta sig í bransanum?
14. október kl. 17:00-18:30
Ýmislegt
Sauðá
STEF stendur fyrir fræðslufundi á Sauðárkróki fyrir tónlistarfólk og fleiri áhugasama á Norðurlandi vestra. Fræðslufundurinn er haldinn í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra svo og Tónlistarskóla Austur - Húnvetninga og Tónlistarskóla Skagafjarðar.
Þeir Arnar Feyr Frostason og Hreiðar K. Hreiðarsson frá STEFi munu m.a. útskýra greiðsluflæði tónlistarveitna (t.d. Spotify) og fara yfir muninn á því að fá greitt sem höfundur eða sem flytjandi eða útgefandi. Einnig verður fjallað um fjárflæði vegna tónlistar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og greint stuttlega frá starfsemi STEFs og þeirri þjónustu sem höfundum býðst. Þá verða höfundum og upprennandi tónlistarfólki veitt holl ráð við að fóta sig í bransanum og koma sér á framfæri.
Staðsetning: Vetingastaðurinn SAUÐÁ.
Allir velkomnir, frítt inn. Gestum verður boðið uppá kaffi og kleinur.