Fara í efni

Stebbi og Eyfi í Ljósheimum

TÓNALEIKAR MEÐ STEBBA OG EYFA - SKÍRDAG
FÉLAGSHEIMILIÐ LJÓSHEIMAR
 
Stebba og Eyfa þarf vart að kynna, en þeir hafa verið í framvarðarsveit íslenskra dægurlagaflytjenda og -höfunda um árabil. Eftir þá félaga liggja margar perlur dægurlagasögunnar, bæði fluttar saman og í sitthvoru lagi af þeim kumpánum og má þar nefna t.d.: DAGAR, ÁLFHEIÐUR BJÖRK, LÍF, UNDIR ÞÍNUM ÁHRIFUM, HJÁ ÞÉR, DRAUMUR UM NÍNU, ÉG LIFI Í DRAUMI, ÞÚ FULLKOMNAR MIG, DANSKA LAGIÐ, GÓÐA FERÐ, OKKAR NÓTT O. M. FL.
 
Stebbi og Eyfi munu stíga á stokk í Ljósheimum og flytja rjómann af þessum lögum ásamt mörgum öðrum perlum. Þeir eru einnig þekktir fyrir almenn skemmtilegheit og munu tala á mjög svo léttum nótum við tónleikagesti. Þeim til fulltingis verður píanósnillingurinn Þórir Úlfarsson.
Fjölmargir tónleikagestir munu fá gefins ljúffeng páskaegg frá GÓU en dregið verður úr seldum aðgöngumiðum á tónleikunum.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og er miðaverð kr. 4.900
Forsala miða hefst 10.mars á Kaffi Krók.