Opinn fundur um aðalskipulag sveitarfélagsins í Húsi frítímans

Opinn fundur um aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar, búsetu- og byggðarþróun, í Húsi frítímans 10. október kl 17-19

Íbúar og hagaðilar hvattir til að mæta og taka þátt í mótun áherslna og framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið.

Á fundinum verða framsögur og síðan verða umræður og vinnustofur.

Dagskrá

17:00        Vinna við endurskoðun aðalskipulags. Einar Einarsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar.

                 Íbúaþróun og þörf á nýjum íbúðum. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri.

                 Atvinnuþróun í sveitarfélaginu, staða og tækifæri. Eva Pandora Baldursdóttir og Sigurður Árnason sérfræðingar frá Byggðastofnun.

                 Staða landbúnaðar, horfur og tækifæri. Guðrún Lárusdóttir, formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga.

17:50        Umræður og vinnustofur.

                 Umræður um stöðu, áherslur og framtíðarsýn í atvinnumálum, landbúnaði og íbúaþróun.

18:50        Samantekt fundar

19:00        Fundarlok