Fara í efni

Hreyfi-jólabingó

Sveitarfélagið hvetur til samveru fjölskyldunnar um helgina og stendur fyrir hreyfi-jólabingói þar sem fjölskyldur eru hvattar til þess að fara saman í göngutúr og reyna að fá bingó. Um er að ræða ratleik þar sem mynd er tekin úr göngutúrnum á ýmsum stöðum samkvæmt leiðbeiningum á bingó spjaldi. Þegar búið er að ná öllu spjaldinu eru myndirnar sendar inn. Leikurinn verður í gangi alla helgina. Hægt er að taka þátt alls staðar í Skagafirði, en fjögur mismunandi bingóspjöld verða í boði, fyrir Hofsós, Sauðárkrók, Varmahlíð og dreifbýli Skagafjarðar.

Leikurinn í hnotskurn:

  • Sæktu spjald hér að neðan | prenta út eða hafa í símanum
  • Skellið ykkur út í göngutúr
  • Finnið atriðin sem eru á bingóspjaldinu og takið mynd (nota ímyndunaraflið ef ekki er hægt að finna eitthvað sem er á spjaldinu)
  • Til að fá BINGO þarf að taka myndir af öllum atriðunum
  • Hægt er að senda inn myndirnar á tvo vegu:
    Senda inn með því að smella hér eða
    á tölvupóstinn heba@skagafjordur.is.
      • Vinsamlegast sendið inn spjöld í síðasta lagi kl 12, mánudaginn 29. nóvember.

 

 

Smelltu á Bingóspjald að þínu vali hér að neðan til að sækja spjaldið:

 

       HOFSÓS                    SAUÐÁRKRÓKUR                DREIFBÝLI                 VARMAHLÍÐ

https://www.skagafjordur.is/static/files/2020/bingospjald-hofso-s.png  Sauðárkrókur