Fara í efni

Beint frá býli dagurinn - Opið býli á Brúnastöðum

Þann 18. ágúst opna Brúnastaðir í Fljótum býli sitt fyrir gestum í tilefni af Beint frá býli deginum sem er nú haldinn annað árið í röð í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV).
 
Þann dag munu heimavinnsluaðilar og smáframleiðendur matvæla úr landshlutanum mæta á Brúnastaði til að kynna og selja vörur sínar.
Á Brúnastöðum munu gestir fá ókeypis kökusneið, kaffi og djús í boði Beint frá býli.
- Matarmarkaðurinn verður í tjöldum á svæðinu
- Úrval af heimagerðu bakkelsi og ís til sölu í litlu sveitabúðinni á býlinu ásamt drykkjum og vörum framleiddum á býlinu
- Í húsdýragarði býlisins eru geitur, kið, lömb grísir, kalkúnar, kálfar, hestar, kanínur og margar tegundir af hænum. Það er helmings afsláttur af aðgangi í húsdýragarðinn þennan dag.
- Rólur, trampólín og sandkassi.
- Gestir geta skoðað aðstöðu til geitamjalta og ostagerðar heima á býlinu.
 
Nánar um Brúnastaði á https://brunastadir.is/
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest og eiga skemmtilegan dag saman!