Fara í efni

Bændamarkaður á Stórhóli

Bændamarkaður af bestu gerð, matarhandverk, nytjahandverk og listhandverk. Smáframleiðendur á Norðurlandi bjóða varning til sölu og væntanlegir Gautaborgarfarar frjálsíþróttadeildar Skagafjarðar verða með veglegan kökubasar. Tara ætlar að leyfa gestum að spjalla við krúttlegu hvolpana sína og geiturnar verða í gerðinu tilbúnar að þyggja brauðmola. Eldstæði verða á sínum stað og hægt að fá sykurpúða fyrir klink.
 
Hvar erum við staðsett?
Stórhóll er bóndabær í Skagafirði, í gamla Lýtingsstaðahreppi við veg 752, um 20 km í suður frá Varmahlíð (Sprengisandsleið).
 
Hverjir verða með varning?
Breiðagerði Garðyrkjustöð
Drekagull
Frjálsíþróttadeildin Gautaborgarfarar
Huldubúð
Hulduland
Hvammshlíðarostur
Kaffikorg
R-Rabarbari
Auk þess eru vörur frá eftirtöldum í Rúnalist Gallerí
Áskaffi góðgæti
Byggðasafn Skagfirðinga
Háafell
Handmade Álfrún
Hespuhúsið
Holt og Heiðar
Holtsel
Hudustígur
Lilja Kryddjurtir
Saltey
Silfrastaðaskógur
Ásamt vörum frá Rúnalist
 
Tími og dagur?
Laugardagurinn 22. mars 2025 klukkan 13-17.