Árshátíð 7.-10. bekkjar Varmahlíðarskóla

Unglingarnir í 7.-10. bekk Varmahlíðarskóla sýna söngleikinn "Slappaðu af!" eftir Felix Bergsson næstkomandi föstudag og laugardag. Leikstjórar eru þau Íris Olga Lúðvíksdóttir og Trostan Agnarsson. Þrátt fyrir rysjótta tíð hafa nemendur haldið ótrauð áfram að æfa leik og söng og innlifun í litskrúðuga karaktera. Ekki láta þessa stórkostlegu sýningu framhjá þér fara!

Fyrri sýning verður kl. 19:00 á föstudagskvöldið, 17. janúar og unglingadansleikur að lokinni sýningu til kl. 23:30 fyrir 7.-10. bekk. Meðlimir úr hljómsveit kvöldsins sjá um stuðið! Frístundastrætó gengur, nánari upplýsingar í Húsi frítímans.

Seinni sýning verður kl. 15:00, laugardaginn 18. janúar og þá verður veislukaffi í Varmahlíðarskóla að lokinni sýningu. Athugið að laugardagssýningin kemur stað áður fyrirhugaðrar fimmtudagssýningar.