Afsláttur er veittur til eftirfarandi húsveitna í eigu sveitarfélagsins:
- Almenningssundlaugar, 90%, m.v. að sundlaug sé opin minnst tvo daga í viku.
- Almenningsíþróttamannvirki, 50%.
Gerð er krafa um að rekstraraðilar sundlauga og almenningsíþróttamannvirkja innleiði viðeigandi orkusparnaðaraðgerðir:
- Að yfirbreiðslur séu settar á öll laugakör, þar sem þeim verður við komið.
- Að stýring búnaðar sé þannig útfærð að hámarksnýting náist á varma.
- Að hitastigi sundlauga sé stillt í hóf
Stærri notendur þar sem notkun er að lágmarki 100 þúsund rúmmetrar á ári, á einum og sama mæli og þar sem heitt vatn er notað sem beinn framleiðsluþáttur, geta sótt um að kaupa heitt vatn á allt að 50% afslætti.
Gerður skal samningur til allt að 5 ára í senn um kaupin. Við gerð samnings og við eftirfylgni hans verður horft til nýtingar og meðferðar á orku við viðkomandi vinnslu. Meðal annars verður horft til eftirfarandi þátta:
- Að sem mest varmaendurnýting sé til staðar frá bæði vinnslu og frárennslishita vatnsins
- Að hitaelement séu þannig valin að hámarks nýting náist og frárennslishiti fari ekki upp fyrir 25°C.
- Að stýring búnaðar sé þannig útfærð að hámarksnýting náist á varma frá nýtingu vatnsins.
Afsláttarkjörin eru ekki forgangsvatn, og gilda einungis þar sem nægilegt vatn er til staðar og fullnægjandi flutningsgeta í veitukerfinu að mati Skagafjarðarveitna. Sprotafyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki sem vilja nýta heitavatnið sem beinan framleiðsluþátt geta einnig sótt um tímabundin 50% afslátt á heitu vatni. Um afslætti til sprotafyrirtækja gilda sömu kröfur um orkusparandi aðgerðir og um er getið hér að ofan.
Mælaleiga fyrir hvern mánuð skal vera sem hér segir:
Fyrir mæla 15-20 mm | kr. 1.313 pr. mán. |
Fyrir mæla 25-40 mm | kr. 3.122 pr. mán. |
Fyrir mæla 50 mm | kr. 4.213 pr. mán. |
Fyrir mæla 65 mm | kr. 5.277 pr. mán. |
Fyrir mæla 80 mm | kr. 6.246 pr. mán. |
Fyrir mæla 100 mm | kr. 8.222 pr. mán. |
Fyrir mæla 125 mm og stærri | kr. 10.366 pr. mán. |