Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

247. fundur 19. maí 2009 kl. 16:00 - 17:00 í Safnahúsi við Faxatorg
Fundargerð ritaði: Engilráð Margrét Sigurðardóttir, skjalastjóri
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 475

Málsnúmer 0905001FVakta málsnúmer

Fundargerð 475. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 247. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

1.1.UB koltrefjar ehf. - Aðalfundur 27. apríl 2009

Málsnúmer 0904049Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 475. fundar byggðarráðs staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.2.Nytjar Drangeyjar á Skagafirði

Málsnúmer 0905006Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 475. fundar byggðarráðs staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.3."Bókasafnið" Steinsstöðum - uppsetning búnaðar

Málsnúmer 0904058Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 475. fundar byggðarráðs staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.4.Aðgerðaáætlun - viðbrögð við mögulegu atvinnuleysi í Skagafirði

Málsnúmer 0901009Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 475. fundar byggðarráðs staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.5.Nemakort í strætó á höfuðborgarsvæðinu

Málsnúmer 0809041Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 475. fundar byggðarráðs staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.6.Sveinn svæsari

Málsnúmer 0904063Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 475. fundar byggðarráðs staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.7.Stapi, lífeyrissjóður - ársfundarboð 2009

Málsnúmer 0905007Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 475. fundar byggðarráðs lögð fram á 247. fundi sveitarstjórnar.

1.8.Peningamarkaðssjóður ÍV

Málsnúmer 0812035Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 475. fundar byggðarráðs lögð fram á 247. fundi sveitarstjórnar.

2.Atvinnu- og ferðamálanefnd - 48

Málsnúmer 0905011FVakta málsnúmer

Fundargerð 48. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 247. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir ? með leyfi annars varaforseta - fleiri ekki.

2.1.Tjaldsvæði í Varmahlíð og Sauðárkróki rekstur 2009

Málsnúmer 0904064Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 48. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.2.Upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð

Málsnúmer 0902060Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 48. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar lögð fram á 247. fundi sveitarstjórnar.

2.3.Viðaukasamningur um upplýsingamiðstöð í Varmahlíð

Málsnúmer 0905040Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 48. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.4.Bókunarmiðstöð í Upplýsingamiðstöðinni Varmahlíð

Málsnúmer 0905039Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 48. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.5.Ensk útgáfa af ferðabæklingi Skagafjarðar

Málsnúmer 0905029Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 48. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

3.Félags- og tómstundanefnd - 142

Málsnúmer 0905007FVakta málsnúmer

Fundargerð 142. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 247. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

3.1.Fjárhagsaðstoð 2009 - trúnaðarmál

Málsnúmer 0903011Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 142. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

3.2.Stefna í barnavernd 2006 - 2010

Málsnúmer 0905015Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 142. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

3.3.Reglur Barnaverndarnefndar um könnun, meðferð mála, umboð starfsmanna og fleira.

Málsnúmer 0905016Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 142. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram á 247. fundi sveitarstjórnar.

3.4.Fegrun íþróttamannvirkja - átaksverkefni

Málsnúmer 0904053Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 142. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

3.5.Samþykktir 69. Íþróttaþings ÍSÍ

Málsnúmer 0905011Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 142. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

3.6.Atvinnumál í Skagafirði sumarið 2009

Málsnúmer 0904065Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 142. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

3.7.Velferðarvaktin - vinnumarkaðsaðgerðir

Málsnúmer 0904021Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 142. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

4.Skipulags- og byggingarnefnd - 173

Málsnúmer 0905002FVakta málsnúmer

Fundargerð 173. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 247. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Páll Dagbjartsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir - með leyfi annars varaforseta. Þá Bjarni Jónsson, fleiri ekki.

4.1.Aðalskipulag Skagafjarðar

Málsnúmer 0808033Vakta málsnúmer

Samþykkt skipulags- og byggingarnefndar um að mæla með við sveitarstjórn að 5. tillaga að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 verði auglýst samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga 73/1997 m.s.br., borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bjarni Jónsson lagði fram bókun:
?Fulltrúar VG áskilja sér rétt til að fylgja frekar eftir athugasemdum við aðalskipulagstillögurnar.?

5.Skipulags- og byggingarnefnd - 174

Málsnúmer 0905009FVakta málsnúmer

Fundargerð 174. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 247. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

5.1.Aðalskipulag Skagafjarðar

Málsnúmer 0808033Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 174. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram á 247. fundi sveitarstjórnar.

6.Skipulags- og byggingarnefnd - 175

Málsnúmer 0905010FVakta málsnúmer

Fundargerð 175. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 247. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð.
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Einar E. Einarsson, fleiri ekki.

6.1.Tillaga að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 0903033Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.2.Neðri-Ás 2 146478 - Deiliskipulagstillaga

Málsnúmer 0905020Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.3.Víðilundur 3-5 - Breytingar á deiliskipulagi.

Málsnúmer 0905022Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.4.Félagsh. Ketilás - umsögn v. rekstrarleyfis

Málsnúmer 0904059Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.5.Sauðárkróksbakarí - umsögn v. rekstrarleyfis

Málsnúmer 0904060Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.6.Sauðárkrókur - Rammaskipulag

Málsnúmer 0809061Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram á 247. fundi sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson lagði fram bókun:
?Lögð er áhersla á það af hálfu VG að skoðaðir verði aðrir kostir varðandi staðsetningu menningarhúss á Sauðárkróki en að leggja undir það hluta af glæsilegu íþróttasvæði okkar í hjarta bæjarins.?

7.Umhverfis- og samgöngunefnd - 42

Málsnúmer 0905012FVakta málsnúmer

Fundargerð 42. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 247. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Til máls tóku Bjarni Jónsson, Páll Dagbjartsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri ekki.

7.1.Umhverfismál - almennt

Málsnúmer 0905037Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 42. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

7.2.Skagafjarðarhafnir - gámalóðir

Málsnúmer 0905036Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 42. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

7.3.Skagafjarðarhafnir-Suðurgarður Sauðárkrókshöfn

Málsnúmer 0807034Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 42. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram á 247. fundi sveitarstjórnar.

7.4.Siglingaklúbburinn Drangey - umsóknir

Málsnúmer 0905028Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 42. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

8.Lánasj.sv.fél.- Lánsumsókn v/bygg.leikskóla við Árkíl, Sauðárkróki

Málsnúmer 0811028Vakta málsnúmer

Gréta Sjöfn Guðmumdsdóttir kynnti málið. Leggur hún fram svofellda tillögu að bókun:

?Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 145.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til framkvæmda hjá eignasjóði, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Guðmundi Guðlaugssyni, kt. 140259-4899, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.?

Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir ? með leyfi annars varaforseta -, Guðmundur Guðlaugsson.
Þá Bjarni Jónsson og lagði til að afgreiðslu þessa lánssamnings verði frestað þangað til álit óháðs endurskoðanda liggur fyrir.
Því næst töluðu Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir ? með leyfi annars varaforseta - og Guðmundur Guðlaugsson.
Páll Dagbjartsson kvaddi sér hljóðs og lagði til að afgreiðslu þessa máls verði frestað.
Síðan tóku til máls Guðmundur Guðlaugsson, Bjarni Jónsson, Guðmundur Guðlaugsson. Þá Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir ? með leyfi annars varaforseta -,og leggur til að þessum lið verði vísað til Byggðarráðs og Byggðarráði gefin heimild til fullnaðarafgreiðslu.

Tillaga um vísun málsins til Byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

9.Erindi frá Gunnari Braga Sveinssyni

Málsnúmer 0905044Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf, dags. 15. maí 2009, frá Gunnari Braga Sveinssyni, fulltrúa B-lista, þar sem hann óskar eftir lausn úr Byggðarráði og Atvinnu- og ferðamálanefnd. Einnig óskar hann eftir lausn sem varamaður í Skipulags- og byggingarnefnd, varamaður í Samráðsnefnd með Akrahreppi, sem aðalmaður í stjórn Norðurár bs og sem fyrsti varaforseti sveitarstjórnar.
Gunnar Bragi mun áfram sitja sem sveitarstjórnarfulltrúi en óskar eftir að afsala sér föstum launum sveitarstjórnarfulltrúa og taka aðeins laun fyrir setna fundi.

Til máls tók Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu og þakkar Gunnari Braga störf hans í þessum nefndum og óskar honum velfarnaðar í nýjum störfum.

10.Erindi frá Þórdísi Friðbjörnsdóttur

Málsnúmer 0905045Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf, dags. 15. maí 2009, frá Þórdísi Friðbjörnsdóttur, fulltrúa B-lista, þar sem hún óskar eftir lausn úr Félags- og tómstundanefnd. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu og þakkar Þórdísi störf hennar í Félags- og tómstundanefnd.

11.Endurtilnefningar í nefndir, ráð og stjórnir

Málsnúmer 0905046Vakta málsnúmer

Breytingar fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum í stað Gunnars Braga Sveinssonar og Þórdísar Friðbjörnsdóttur:

Byggðarráð, aðalmaður: Þórdís Friðbjörnsdóttir (var varam.); varamaður: Einar E. Einarsson.
Atvinnu- og ferðamálanefnd, aðalmaður: Sigurður Árnason
Skipulags- og byggingarnefnd, varamaður: Einar Gíslason
Samráðsnefnd með Akrahreppi, varamaður: Sigurður Árnason
Félags- og tómstundan., aðalmaður: Elinborg Hilmarsdóttir (var varam.); varamaður: Ólafur Sindrason.
Norðurá bs., aðalmaður: Einar E. Einarsson
Fyrsti varaforseti sveitarstjórnar: Sigurður Árnason.

Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

12.Ársreikningur 2008

Málsnúmer 0904061Vakta málsnúmer

Síðari umræða um ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2008.

Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri tók til máls og skýrði reikninginn. Engar breytingar hafa orðið frá fyrri umræðu.

Niðurstöðutölur rekstrarreiknings ársins 2008 eru þessar;
Rekstrartekjur fyrir A- og B- hluta sveitarsjóðs 2.914,7 mkr, þar af námu rekstrartekjur A-hluta 2.541,5 mkr. Rekstrargjöld A-hluta sveitarsjóðs án fjármunatekna og fjármagnsgjalda voru 2.540,9 mkr., en 2.790,5 mkr. í A og B-hluta. Nettó fjármagnsliðir til gjalda hjá A-hluta sveitarsjóðs eru 125,0 mkr. og samantekið fyrir A og B hluta 607,0 mkr.
Rekstrarniðurstaða er neikvæð í A-hluta að upphæð 124,3 mkr. og einnig í samanteknum A og B hluta að upphæð 482,8 mkr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2008 nam 704,3 mkr. samkvæmt efnahagsreikningi en þar af nam eigið fé A-hluta 791,8 mkr. Langtímaskuldir A-hluta eru 1.053,4 mkr. og A og B-hluta í heild 2.594,4 mkr.
Lífeyrisskuldbindingar eru í heild 694,0 mkr. og skammtímaskuldir 746,0 mkr.

Leggur sveitarstjóri til að ársreikningur 2008 verði samþykktur.

Til máls tók Þórdís Friðbjörnsdóttir og lagði fram bókun fulltrúa Samfylkingar og Framsóknarflokks:

?Ársreikningur 2008 fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð ber veruleg merki bankahrunsins á haustmánuðum og þeirra efnahagsþrenginga sem fylgdu í kjölfarið. Sviptingar í gengi íslensku krónunnar, auk mikillar verðbólgu, valda verulegri hækkun á fjármagnsliðum milli ára. Vandséð er hvernig sveitarfélög geti varið sig í rekstri í því árferði sem varð á síðasta ári. Fjármagnsliðir auk vísitöluhækkunar lífeyrisskuldbindinga orsakaði reiknaðan útgjaldaauka uppá rúmar 460 milljónir króna á árinu 2008 umfram árið 2007. Gera má ráð fyrir að góður hluti þessarar reiknuðu stærða gangi til baka þegar gengi íslensku krónunnar færist í eðlilegra horf.
Þrátt fyrir hið reiknaða tap af rekstri samstæðu sveitarfélagsins voru skuldir sveitarfélagsins greiddar niður um 163 milljónir króna umfram nýjar lántökur á síðasta ári. Handbært fé frá rekstri óx úr 338 milljónum króna árið 2007 í 461 milljónir króna á árinu 2008 og fjárfestingar voru verulegar og námu 422 milljónir króna. Þessa getu sveitarsjóðs má þakka hagræðingu og ábyrgum rekstri árin á undan og þess vegna var hægt að framkvæma jafn mikið á árinu án þess að skerða greiðsluhæfi sveitarsjóðs.
Skuldir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru miklar og því mikilvægt að sveitarstjórn vandi sig í rekstri og framkvæmdum. Við teljum að með varkárni og ábyrgð í rekstri og bjartsýnina að leiðarljósi á framtíð skagfirsks atvinnu- og mannlífs munum við á komandi árum ná tökum á neikvæðum áhrifum þessara efnahagslegu sviptinga á skuldir og rekstur sveitarsjóðs. Til þess þarf að virkja samvinnu- og samtakamátt sveitarstjórnarfulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins með fyrirtækjum og íbúum héraðsins.
Meirihluti Framsóknarflokks og Samfylkingar þakkar öllum starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir gott og óeigingjarnt starf að rekstri sveitarfélagsins á árinu 2008.?
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Elinborg Hilmarsdóttir
Ólafur Atli Sindrason
Einar E. Einarsson

Ársreikningur 2008 fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og stofnanir þess borinn undir atkvæði og samþykktur með níu atkvæðum.

13.Skagafjarðarveitur, fundarg. nr. 117, 118

Málsnúmer 0901085Vakta málsnúmer

Fundargerðir Skagafjarðarveitna frá 16. apríl og 4. maí 2009 lagðar fram til kynningar á 247. fundi sveitarstjórnar.

14.Stjórnarf. Samb. ísl. sveitarfél. 29.04.09

Málsnúmer 0901096Vakta málsnúmer

Stjórnarfundargerð Samb. ísl. sveitarfél. dags. 29.04.09 lögð fram til kynningar á 247. fundi sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:00.