Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

03. september 2003 kl. 21:00 - 23:45 Varmahlíðarskóli
Samráðsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.

Fundurinn haldinn miðvikudaginn 03.09.2003, kl. 21:00, í Varmahlíðarskóla

 

Mættir voru: Agnar Gunnarsson, Gísli Gunnarsson, Einar E Einarsson, Páll Dagbjartsson og Þorleifur Hólmsteinsson

 

Dagskrá:

Málefni Varmahlíðarskóla
 
 1. Páll greindi frá bréfi sveitarstjóra sem barst 22/4, og staðfesti að framvegis myndu nemendur sem áður voru á Steinsstöðum eiga skólasókn í Varmahlíð. Páll kynnti breytingar sem orðið hafa á starfsmannahaldi  en við hefur bæst, vegna fjölgunar nemenda, stuðningsfulltrúi í 75#PR stöðu og 40#PR staða í gangavörslu.
 
 1. Rætt var um þá kennarabústaði sem tilheyra skólanum.  Ákveðið var að eiga Sjónarhól áfram en leigja hann til upphafs næsta skólaárs en þegar hafa borist fyrirspurnir frá hugsanlegum leigjendum.
 
 1. Páll lagði fram uppkast að leigusamningi frá Eignasjóði Sveitarfélagsins Skagafjörður, milli Eignasjóðs og hans, sem skólastjóra Varmahlíðarskóla.  Páll gerði athugasemdir við að ekkert væri í samningnum sem tryggði skólann gegn þeim skuldbindingum, sem hann þarf að undirgangast í samningi þessum.  Agnar lýsti undrun sinni á að hafa ekki verið með í ráðum við gerð samningsins þar sem Akrahreppur á 25#PR í umræddu húsnæði.  Ákveðið var að koma á fundi með sviðstjóra Eignasjóðs, fjármálastjóra Sveitarfélagsins Skagafirði, skólastjóra Varmahlíðarskóla og fulltrúa Akrahrepps ásamt þeirra endurskoðendum til að fara betur ofaní þessi mál.
 
 1. Fyrir liggur að gera þurfi við viftur í eldhúsi og kaupa nýja uppþvottavél.  Ákveðið að láta gera við vifturnar og  Páli falið að fá tilboð í nýja uppþvottavél í eldhúsið.
 
 1. Páll lagði fram niðurstöðu rekstarreikninga fyrir skólann og íþróttamiðstöðina.  Varðandi skólann eru allir liðir á eðlilegu róli nema helst viðhaldskostnaður en viðgerðir á ofnalögnum hafa verið meiri en búast mátti við.  Allir rekstrarliðir hjá íþróttamiðstöðinni eru eðlilegir, en góður árangur hefur meðal annars náðst í sparnaði í rekstri ásamt því að tekjur í ár verða að öllum líkindum með mesta móti vegna fjölgunar gesta.
 
 1. Ógreiddur er reikningur hjá Tindastóli vegna afnota af íþróttahúsinu upp á tæpar 500.000 kr. Önnur íþróttafélög skulda ekki.  Ákveðið að Íþróttafélagið Smárinn haldi sínum fyrri kjörum við húsið en athuga þarf áhuga annarra íþróttafélaga á notkun og þá hver eigi að greiða fyrir tímana.

 

    7. Náttúrugripasafnið er enn í skólanum en finna þarf því stað til frambúðar, helst þar sem hægt er
        að hafa það opið fyrir almenning.  Agnari falið að kanna þá möguleika sem ræddir voru.

 

 1. Kostnað vegna flutnings á bókasafni skólans og breytinga á húsnæði því fylgjandi þarf að setja inn á fjárhagsáætlun næsta árs.

 

 1. Rætt um launamál tveggja starfsmanna v/bréfs frá þeim.  Gísla falið að skoða málið.

 

 1. Ekki er búið að ganga endanlega frá stétt fyrir framan skólann og laga innkeyrsluna.  Um er að ræða nauðsynlegan frágang.  Gísla falið að tala við Hallgrím en ekki er um kostnaðarsama framkvæmd að ræða  og því ætti að vera hægt að gera þetta strax.

 

 1. Gísli skýrði frá því að KPMG væri að gera almenna úttekt á rekstri allra grunnskóla í Skagafirði.  Markmiðið með þessu er að rekstaráætlanir geti í framtíðinni verið sem næstar því sem raunkostnaður er.

 

 1. Ákveðið var að halda fund aftur eftir ca. 1 mánuð en þá ættu niðurstöður í þeim atriðum, sem skoða á betur, að liggja fyrir.

 

Fundi slitið kl: 23:45

 

Agnar Gunnarsson 

Gísli Gunnarsson 

Einar Einarsson 

Páll Dagbjartsson

Þorleifur Hólmsteinsson