Fara í efni

Umsagnarbeiðni; Innleiðing landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda

Málsnúmer 2511101

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 171. fundur - 19.11.2025

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 175. mál - Innleiðing landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 28. nóvember nk.

Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framlagðri tillögu um innleiðingu landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda. Byggðarráð telur að slík aðferð sé mikilvæg til að tryggja jafnræði íbúa landsins og að áhrif lagasetningar á dreifbýli séu metin á kerfisbundinn hátt. Sérstaklega er mikilvægt að sjónarmið sveitarfélaga á landsbyggðinni, þar á meðal Skagafjarðar, fái aukna áherslu þar sem stærsti hluti stjórnsýslunnar, ráðuneytin og löggjafarvaldið eru staðsett í höfuðborginni. Nauðsynlegt er að áhrifamat á landsbyggðina verði haft til hliðsjónar við mótun laga til að koma í veg fyrir ófyrirséð neikvæð áhrif á byggðir utan höfuðborgarsvæðisins.