Áskoranir og hvatningar frá þingi UMFÍ
Málsnúmer 2511095
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 171. fundur - 19.11.2025
Lagt fram til kynningar bréf frá UMFÍ, dagsett 13. nóvember 2025. Í bréfinu vill UMFÍ koma á framfæri áskorun frá 54. sambandsþingi UMFÍ þar sem skorað er á ríki og sveitarfélög, að efla lýðheilsu þjóðarinnar með því að hrinda af stað þjóðarátaki í lýðheilsu og forvörnum, þar sem kraftar íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar verði nýttir til fulls. Jafnframt er skorað á sömu aðila að taka nú þegar upp samtal við íþróttahreyfinguna á Íslandi, varðandi starfsumhverfi hennar, m.a. fjármálaumhverfi, starfsumhverfi, lagalegt umhverfi o.fl.