Kirkjugata 17 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2510118
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 75. fundur - 01.12.2025
Bjarni K. Þórisson og Ingibjörg S. Halldórsdóttir sækja um leyfi til gera breytingar á útlit suðurhliðar einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 17 við Kirkjugötu á Hofsósi, ásamt því að byggja steyptan skjólvegg á lóðarmörkum Kirkjugötu 17 og 19. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Áræðni ehf. af Ingvari Gýgjari Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 3205, númer A-101 og A-102, dagsettir október 2025. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa lóðarinnar nr. 19 við Kirkjugötu. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1, skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt, byggingarleyfi veitt.