Fara í efni

Álagning byggingarleyfis- og gatnagerðargjalda

Málsnúmer 2510097

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 171. fundur - 19.11.2025

Lagt fram erindi frá Golfklúbbi Skagafjarðar, dagsett 7. október 2025, þar sem Golfklúbburinn fer þess á leit við sveitarfélagið að felld verði niður gatnagerðargjöld vegna byggingu nýs golfskála fyrir golfklúbbinn.

Ekki liggja fyrir fullnægjandi heimildir í lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006 til niðurfellingar gatnagerðargjalds til að verða við beiðninni.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita Golfklúbbi Skagafjarðar styrk sem nemur álögðum gatnagerðargjöldum vegna byggingar nýs golfskála.