Fara í efni

Kvöldopnun í Aðalgötunni

Málsnúmer 2509225

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 163. fundur - 24.09.2025

Lagt fram erindi frá Ólínu Björk Hjartardóttur fyrir hönd rekstraraðila við Aðalgötu á Sauðárkróki, dagsett 22. september sl. Í erindinu óskar hún eftir leyfi sveitarfélagsins til að loka Aðalgötunni fimmtudaginn 2. október frá 20:00 til 22:00 í tengslum við kvöldopnun verslunar-, veitinga- og þjónustuaðila við götuna.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita fyrir sitt leyti leyfi fyrir því að Aðalgatan á Sauðárkróki verði lokuð frá horni Skólastígs og Skagfirðingabrautar (við Ráðhús) alveg norður eftir Aðalgötunni að Gránu (Við Villa Nova) fimmtudaginn 2. október á milli 20:00 og 22:00.