Fara í efni

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum

Málsnúmer 2509212

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 163. fundur - 24.09.2025

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. september 2025. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum boðar til ársfundar samtakanna miðvikudaginn 1. október í sal á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica kl. 11:30-13:00.

Ársfundur samtakanna skal halda í tengslum við fjármálaráðstefnu sveitarfélaga og eiga allir fulltrúar aðildarsveitarfélaga sem sitja ráðstefnuna seturétt á ársfundi. Komi til atkvæðagreiðslu hefur hvert sveitarfélag eitt atkvæði.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að fara með atkvæðarétt Skagafjarðar á ársfundi samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.