Lögð fram beiðni frá Knattspyrnudeild UMF Tindastóls um styrk til handa félaginu til að standa straum af sætaferðum á úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins en þar mætast Víkingur frá Ólafsvík og Tindastóll á Laugardalsvelli, föstudagskvöldið 26. september kl. 19:15.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að styrkja Knattspyrnudeild UMF Tindastóls um 450 þúsund krónur til að standa straum af kostnaði við sætaferðir á úrslitaleikinn. Styrkurinn verður greiddur af málaflokki 21890.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að styrkja Knattspyrnudeild UMF Tindastóls um 450 þúsund krónur til að standa straum af kostnaði við sætaferðir á úrslitaleikinn. Styrkurinn verður greiddur af málaflokki 21890.