Umsagnarfrestur í máli nr. 176/2025, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar starfsemi Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar", hefur verið framlengdur og rennur út 06.10.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar lítur það jákvæðum augum að starfsemi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Skipulagsstofnunar verði sameinuð undir hatti einnar stofnunar en við það verður allur ferillinn, frá skipulagi til fullbúins mannvirkis, á höndum einnar stofnunar gagnvart sveitarfélögum, fasteignaeigendum og öðrum hagsmunaaðilum. Samhliða breytingunum þarf að tryggja hraða og öfluga stafræna þróun.
Byggðarráð bendir stjórnvöldum einnig á að við sameiningu stofnana skapast tækifæri til að fjölga störfum á vegum ríkisins á landsbyggðinni en sem kunnugt er hallar verulega á landsbyggðina í þeim efnum á meðan höfuðborgarsvæðið er eini landshlutinn þar sem hlutfall stöðugilda ríkisins er hærra en hlutfall íbúa. Með eflingu opinberrar starfsemi á landsbyggðinni er unnið í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar við að treysta stoðir hinna dreifðu byggða og jafnt aðgengi að opinberri þjónustu, óháð búsetu.
Byggðarráð Skagafjarðar lítur það jákvæðum augum að starfsemi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Skipulagsstofnunar verði sameinuð undir hatti einnar stofnunar en við það verður allur ferillinn, frá skipulagi til fullbúins mannvirkis, á höndum einnar stofnunar gagnvart sveitarfélögum, fasteignaeigendum og öðrum hagsmunaaðilum. Samhliða breytingunum þarf að tryggja hraða og öfluga stafræna þróun.
Byggðarráð bendir stjórnvöldum einnig á að við sameiningu stofnana skapast tækifæri til að fjölga störfum á vegum ríkisins á landsbyggðinni en sem kunnugt er hallar verulega á landsbyggðina í þeim efnum á meðan höfuðborgarsvæðið er eini landshlutinn þar sem hlutfall stöðugilda ríkisins er hærra en hlutfall íbúa. Með eflingu opinberrar starfsemi á landsbyggðinni er unnið í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar við að treysta stoðir hinna dreifðu byggða og jafnt aðgengi að opinberri þjónustu, óháð búsetu.