Fara í efni

Úttekt á Brunavörnum Skagafjarðar

Málsnúmer 2509163

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 163. fundur - 24.09.2025

Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri Brunavarna Skagafjarðar sat fundinn undir þessum lið.

HMS framkvæmdi úttekt á Brunavörnum Skagafjarðar þann 14. maí 2025. Markmiðið var að staðreyna hvort starfsemi slökkviliðsins væri í samræmi við lögbundnar kröfur, brunavarnaáætlun sveitarfélagsins og að leiðbeina sveitarstjórn um þau atriði sem þarfnast úrbóta.

Í úttektarskýrslu eru eingöngu gerðar athugasemdir við 2 atriði af þeim 32 atriðum sem voru til skoðunar. Snúa báðar athugasemdir að því að húsakostur Brunavarna Skagafjarðar er undir þeim mörkum sem starfsemin þarfnast. Ráðast þarf í þarfagreiningarvinnu til að meta nauðsynlegar úrbætur á húsnæði Brunavarna Skagafjarðar ásamt aðkomu að svæðinu og skipulag þess.

Byggðarráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir kynningu á niðurstöðum og fagnar jákvæðri niðurstöðu úttektar. Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar.