Fara í efni

Samráð; Breytingar á uppgjörsreglum virðisaukaskatts o.fl. til skoðunar

Málsnúmer 2509160

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 163. fundur - 24.09.2025

Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 158/2025, "Breytingar á uppgjörsreglum virðisaukaskatts o.fl. til skoðunar". Umsagnarfrestur er til og með 10.10. 2025.

Byggðarráð Skagafjarðar fagnar markmiðum athugunarinnar um hvort m.a. sé mögulegt að bæta lausafjárstýringu ríkissjóðs og draga þannig úr vaxtakostnaði hans, auk þess að rýna í gildandi regluverk hér á landi og skoða regluverk um sama efni á öðrum Norðurlöndum.

Byggðarráð Skagafjarðar vill í þessu sambandi leggja til að athugunin verði útvíkkuð. Ríki og sveitarfélög mynda saman hið opinbera. Opinber fjármál snúast um rekstur sameiginlegra sjóða, hvernig fjármuna er aflað og í hvað þeim er varið. Eðlilegt er að jafnframt verði hugað að lausafjárstýringu sveitarfélaganna og vaxtakostnaði með því að afnema virðisaukaskatt af innviðaframkvæmdum sveitarfélaga. Afar óeðlilegt er að íslenska ríkið fái 15 milljarða króna tekjur af virðisaukaskatti vegna 78 milljarða króna framkvæmda sveitarfélaga, líkt og á árinu 2023, vegna mikilvægra og lögbundinna innviðauppbyggingarverkefna sveitarfélaga, s.s. vegna skólabygginga, byggingar húsnæðis fyrir fatlað fólk, íþróttamannvirkja o.s.frv. Slíkt fyrirkomulag þekkist ekki á hinum Norðurlöndunum.