Árni Sigurjón Sigurðsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir eigendur að lóðinni Marbæli land 1 L221580 óska eftir að breyta nafni lóðarinnar í Eikarás. Vísar nafnið til þess að landið ofan (vestan) vegar á Lagnholti er öllu jöfnu kallað Ás eða Ásinn auk þess sem gróðursett hefur verið Eik í garði lóðarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar ber engin önnur fasteign í Skagafirði nafnið Eikarás.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi.