Fara í efni

Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 08032025, Siglufjarðarvegur

Málsnúmer 2506129

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 78. fundur - 26.06.2025

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar vegna kynningar á matsáætlun (Mat á umhverfisáhrifum) fyrir Siglufjarðarveg, mál nr. 0803/2025 á Skipulagsgáttinni, sjá hér https://skipulagsgatt.is/issues/2025/803 .
Kynningartími er frá 12.6.2025 til 10.7.2025.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera athugasemd varðandi vegtengingar til norðurs og suðurs frá núverandi vegamótum við Ketilás. Ekki kemur fram í kynningargögnum hvernig þeim verður hagað til framtíðar með aukinni umferð á svæðinu vegna bæði fyrirhugaðrar uppbyggingar innan svæðisins og með tilkomu Fljótaganga.