Fara í efni

Lokun gatna vegna 17. júní

Málsnúmer 2506005

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 149. fundur - 04.06.2025

Verkefnastjóri atvinnu-, menningar- og kynningarmála óskar eftir heimild til að loka eftirtöldum gatnamótum á meðan skrúðganga vegna þjóðhátíðardags þann 17. júní n.k. á sér stað:
Gatnamót Skagfirðingabrautar/Skólastígs.
Gatnamót Skagfirðingabrautar/Ránarstígs.
Gatnamót Skagfirðingabrautar/Bárustígs.
Gatnamót Skagfirðingabrautar/Öldustígs.
Gatnamót Skagfirðingabrautar/Hegrabrautar/Sæmundarhlíðar rétt á meðan gangan fer inn í portið.
Gatnamót Sæmundarhlíðar og Spítalastígs

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar munu sjá um að koma upp lokunarpóstum í samvinnu við verkefnastjóra atvinnu-, menningar- og kynningarmála. Tryggt verður að aðgengi sjúkrabíla og löggæsluaðila verði gott þrátt fyrir lokanir.

Byggðarráð samþykkir erindið samhljóða fyrir sitt leyti og að uppfylltum öðrum tilskyldum leyfum, ásamt því að hjáleiðir verði vel merktar.