Fara í efni

Athafnarsvæði VÞS-403 - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag

Málsnúmer 2505045

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 81. fundur - 04.09.2025

Gunnsteinn Björnsson, f.h. Hátækniseturs Íslands óskar eftir heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið sem afmarkast af Borgargerði að austan, Borgarmýri að norðan, afmörkun íbúðabyggðar ÍB-405, eins og hún er í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að vestan og Sauðá að sunnan, á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ætlunin er að skipuleggja svæði fyrir starfsemi háskóla, nýsköpunar, atvinnuþróunar, nemendagarða og hótels. Jafnframt að skapa grundvöll til framtíðar þar sem ný starfsemi og fyrirtæki geta byggst upp og þróast.
Svæðið, sem sótt er um, er á hluta athafnasvæðis nr. AT-403 í gildandi aðalskipulagi en var auglýst sem VÞ/S-401 í vinnslutillögu aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040. Umsækjandi lagði inn umsögn við vinnslutillögu varðandi umrætt svæði þann 25.04.2025.
Að fenginni heimild sveitarstjórnar verður unnin tillaga að deiliskipulagi fyrir háskólastarfsemi, nýsköpunarstarfsemi, nemendagarða og hótelgistingu, sbr. áðurnefnda umsögn við vinnslutillögu aðalskipulags. Að fenginni heimild sveitarstjórnar er áætlað að lýsing skipulagsverkefnis, skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins og vísar til bókunar við mál nr. 2505245 sem var í 2. dagskrálið hér fyrir ofan.