Körfuknattleiksdeild Tindastóls óskar eftir endurgjaldslausum aðgangi að íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna páskaballs félagsins þann 19. apríl nk. Nefndin bendir á að umsókn barst of seint miðað við það sem kemur fram í 2. gr. reglna um útleigu íþróttahúsa Skagafjarðar til skemmtanahalds en þar sem þetta raskar ekki hefðbundinni starfsemi íþróttahússins samþykkir nefndin samhljóða að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa og vísar til 4. gr. áðurnefndra reglna í ákvörðun sinni.
Nefndin áréttar upplýsingar sem eiga að fylgja umsókn skv. 4. gr. reglnanna en þar kemur fram að í erindinu skulu koma fram ástæður umsóknar, hvers vegna annað húsnæði í Skagafirði henti ekki og hvert ágóði af viðburðinum fari, verði einhver.
Nefndin áréttar upplýsingar sem eiga að fylgja umsókn skv. 4. gr. reglnanna en þar kemur fram að í erindinu skulu koma fram ástæður umsóknar, hvers vegna annað húsnæði í Skagafirði henti ekki og hvert ágóði af viðburðinum fari, verði einhver.