Páskamót Molduxa
Málsnúmer 2504074
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 34. fundur - 11.04.2025
Íþróttafélagið Molduxar óskar eftir endurgjaldslausum aðgangi að íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna páskamóts félagsins þann 19. apríl nk. Nefndin bendir á að umsókn barst of seint miðað við það sem kemur fram í 2. gr. reglna um útleigu íþróttahúsa Skagafjarðar til skemmtanahalds en þar sem þetta raskar ekki hefðbundinni starfsemi íþróttahússins samþykkir nefndin samhljóða að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa og vísar til 4. gr. áðurnefndra reglna í ákvörðun sinni.
Guðlaugur Skúlason vék af fundi undir dagskrárlið 3.