Fara í efni

Styrktarsjóður EBÍ

Málsnúmer 2504016

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 141. fundur - 08.04.2025

Lagt fram bréf frá Eingarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands, dagsett 2. apríl 2025, sem sent var til aðildarsveitarfélaga EBÍ. Í bréfinu er vakin athygli á því að sveitarfélögum stendur til boða að sækja um framlög úr sjóðnum. Styrktarsjóður EBÍ var stofnaður árið 1996 og er tilgangur sjóðsins að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum í aðildarsveitarfélögum EBÍ. Ekki er hægt að sækja um styrk vegna almennra rekstrarverkefna sveitarfélaga. Frestur til að sækja um styrk úr sjóðnum er til 30. apríl n.k.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna útfærslur í samræmi við umræður á fundinum.