Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram bréf frá Foreldraráði leikskólans Ársala, dagsett 20. mars sl., þar sem viðraðar eru áhyggjur af lóð leikskólans sem ætluð er fyrir útiveru eldri árganga. Að sögn foreldra verður lóðin eitt drullusvað á vorin og borið hefur á vatnssöfnun á lóðinni og við leiktæki. Einnig hefur eitt leiktæki verið fjarlægt vegna skemmda og tvö vegna slysahættu, en ekki hafa komið leiktæki í stað þeirra sem tekin voru niður.
Einnig var lagt fram minnisblað frá umsjónarmanni eignarsjóðs, dagsett 7. apríl 2025 þar sem bornar eru upp tillögur til úrbóta á leikskólalóðinni.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að útfæra nánar úrlausnir og kostnaðaráætlun vegna úrbóta á leikskólalóð Ársala. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar uppfærðar tillögur frá sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs liggja fyrir.
Lagt fram bréf frá Foreldraráði leikskólans Ársala, dagsett 20. mars sl., þar sem viðraðar eru áhyggjur af lóð leikskólans sem ætluð er fyrir útiveru eldri árganga. Að sögn foreldra verður lóðin eitt drullusvað á vorin og borið hefur á vatnssöfnun á lóðinni og við leiktæki. Einnig hefur eitt leiktæki verið fjarlægt vegna skemmda og tvö vegna slysahættu, en ekki hafa komið leiktæki í stað þeirra sem tekin voru niður.
Einnig var lagt fram minnisblað frá umsjónarmanni eignarsjóðs, dagsett 7. apríl 2025 þar sem bornar eru upp tillögur til úrbóta á leikskólalóðinni.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að útfæra nánar úrlausnir og kostnaðaráætlun vegna úrbóta á leikskólalóð Ársala. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar uppfærðar tillögur frá sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs liggja fyrir.