Fara í efni

Umsókn um lóð fyrir dreifistöð við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki

Málsnúmer 2503225

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 70. fundur - 21.03.2025

RARIK óskar hér með eftir því að fá lóð undir dreifistöð á Sauðárkróki í nágreni við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki, í tengslum við styrkingu á dreifikerfi RARIK á Sauðárkróki.
Húsið sem ráðgert er að nota er af gerðinni Rafal áætluð stærð 3437x2237 mm.

Meðfylgjandi gögn:
- Teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um
- Teikning af fyrirhuguðu húsi fyrir dreifistöð

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að stofnuð verði lóð fyrir dreifistöð við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki og henni úthlutað til Rarik. Jafnframt því að skýra lóðarmál Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og láta útbúa merkjalýsingu, lóðarblað og lóðarleigusamning.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 37. fundur - 08.04.2025

Vísað frá 70. fundi skipulagsnefndar frá 21. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„RARIK óskar hér með eftir því að fá lóð undir dreifistöð á Sauðárkróki í nágreni við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki, í tengslum við styrkingu á dreifikerfi RARIK á Sauðárkróki.
Húsið sem ráðgert er að nota er af gerðinni Rafal áætluð stærð 3437x2237 mm.

Meðfylgjandi gögn:
- Teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um
- Teikning af fyrirhuguðu húsi fyrir dreifistöð

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að stofnuð verði lóð fyrir dreifistöð við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki og henni úthlutað til Rarik. Jafnframt því að skýra lóðarmál Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og láta útbúa merkjalýsingu, lóðarblað og lóðarleigusamning.“

Guðlaugur Skúlason kvaddi sér hljóðs

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að stofnuð verði lóð fyrir dreifistöð við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki og henni úthlutað til Rarik. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn með níu atkvæðum að skýra lóðarmál Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og láta útbúa merkjalýsingu, lóðarblað og lóðarleigusamning.