Fara í efni

Tilnefning í stjórn Utanfararsjóðs sjúkra í Skagafirði

Málsnúmer 2503108

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 37. fundur - 08.04.2025

Guðlaugur Skúlason vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Utanfarasjóður sjúkra í Skagafirði var stofnaður árið 1966 og er hans eina hlutverk að styrkja sjúklinga sem þurfa að sækja þjónustu erlendis. Alls eru það rúmlega 25 einstaklingar sem hafa fengið styrk úr sjóðnum frá stofnun hans.

Samkvæmt samþykktum sjóðsins skulu skipaðir fimm stjórnarmenn, þar af skulu tveir þeirra kosnir af sveitarstjórn Skagafjarðar og tveir af sýslunefnd. Sýslunefndir eru ekki lengur starfandi og fellur það því í hlut sveitarstjórnar að skipa alla aðila í stjórnina. Tveir aðilar hafa óskað eftir að ganga úr stjórn og einn stjórnarmaður er látinn og þarf því að þessu sinni að skipa þrjá nýja aðila í stjórn.

Forseti gerir það að tillögu sinni að skipa Sigrúnu Ólafsdóttur, Bryndísi Lilju Hallsdóttur og Val Valsson í stjórn Utanfarasjóðs sjúkra í Skagafirði.

Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.