Beiðni um fund vegna framkvæmda o.fl.
Málsnúmer 2503075
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 139. fundur - 26.03.2025
Erla Einarsdóttir formaður Sólon myndlistafélags og Ingibjörg Hafstað gjaldkeri félagsins sátu fundinn undir þessum lið.
Málið tekið fyrir á 137. fundi byggðarráðs þann 12. mars 2025. Þá samþykkti byggðarráð að boða forsvarskonur Sólon myndlistafélags til fundar við byggðarráð vegna hækkaðs upphitunarkostnaðar í Skógargötu 11, oft nefnt Gúttó, í kjölfar yfirstandandi viðhaldsframkvæmda á húsnæðinu. Mikil viðhaldsþörf var komin á húsnæðið og þarf að styrkja útveggi, skipta um glugga og þak ásamt því að steypa og endurbyggja kjallarann. Ljóst er að það mun taka u.þ.b. þrjú ár til viðbótar að klára þessar framkvæmdir. Verkið stendur nú þannig að norðurbyggingin er óeinangruð að hluta og heldur því illa hita. Starfsmenn eignasjóðs fóru ásamt pípara í yfirferð og stilltu af hitakerfi hússins til að vinna móti húshitunarkostnaði en ljóst er að aukinn kostnaður fylgir húshitun á meðan byggingin stendur óeinangruð að hluta.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að styrkja Sólon myndlistafélag um greiðslu húshitunarkostnaðar, þannig að Sólon myndlistafélag greiðir húshitun miðað við eðlilegt árferði en Skagafjörður greiðir umframnotkun á meðan á framkvæmdum stendur.
Málið tekið fyrir á 137. fundi byggðarráðs þann 12. mars 2025. Þá samþykkti byggðarráð að boða forsvarskonur Sólon myndlistafélags til fundar við byggðarráð vegna hækkaðs upphitunarkostnaðar í Skógargötu 11, oft nefnt Gúttó, í kjölfar yfirstandandi viðhaldsframkvæmda á húsnæðinu. Mikil viðhaldsþörf var komin á húsnæðið og þarf að styrkja útveggi, skipta um glugga og þak ásamt því að steypa og endurbyggja kjallarann. Ljóst er að það mun taka u.þ.b. þrjú ár til viðbótar að klára þessar framkvæmdir. Verkið stendur nú þannig að norðurbyggingin er óeinangruð að hluta og heldur því illa hita. Starfsmenn eignasjóðs fóru ásamt pípara í yfirferð og stilltu af hitakerfi hússins til að vinna móti húshitunarkostnaði en ljóst er að aukinn kostnaður fylgir húshitun á meðan byggingin stendur óeinangruð að hluta.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að styrkja Sólon myndlistafélag um greiðslu húshitunarkostnaðar, þannig að Sólon myndlistafélag greiðir húshitun miðað við eðlilegt árferði en Skagafjörður greiðir umframnotkun á meðan á framkvæmdum stendur.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að verða við fundarbeiðninni og felur sveitarstjóra að boða þau á fund byggðarráðs.