Fara í efni

Hofsós sorpmóttöku- og gámasvæði - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2503024

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 69. fundur - 05.03.2025

Hjörvar Halldórsson f.h. veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna jarðvegsskipta í aðkomuvegi að sorpmóttökusvæði og áhaldahúsi, frá Norðurbraut að geymsluporti, jarðvegsskipti í sorpmóttökusvæði og að reisa girðingu umhverfis sorpmóttökusvæði. Meðfylgjandi uppdrættir nr. S-101, dags. 17. feb. 2025, og S-102, dags. 4. feb. 2025 og verklýsing, í verki 41840205 gera grein fyrir framkvæmdinni. Gögn voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Atla Gunnari Arnórssyni.
Meðfylgjandi verklýsing gerir grein fyrir framkvæmdum og frágangi. Sorpmóttaka á framkvæmdatíma verður sunnan við núverandi sorpmóttökusvæði.

Framkvæmdasvæðið er á athafnasvæði nr. AT601 í aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Þá er breyting á aðalskipulagi á lokastigum þar sem hluta svæðisins verður breytt í iðnaðarsvæði nr. I601. Einnig er deiliskipulag fyrir svæðið á lokastigum. Framkvæmdir, sem hér er sótt um leyfi fyrir, eru samræmi við markmið og ákvæði gildandi aðalskipulags, og áðurnefndrar breytingar á aðalskipulagi, varðandi athafnasvæði og iðnaðarsvæði og byggir á þeim framkvæmdum sem líst er í deiliskipulagi fyrir sorpmóttöku- og gámasvæðið á Hofsósi, sem brátt tekur gildi.

Framkvæmdasvæðið er á landi Hofsóss, landnr. 218098. Aðliggjandi er lóðin Norðurbraut, landnr. 146707. Skagafjörður er lóðarhafi Norðurbrautar, L146707.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 36. fundur - 12.03.2025

Vísað frá 69. fundi skipulagsnefndar frá 5. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Hjörvar Halldórsson f.h. veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna jarðvegsskipta í aðkomuvegi að sorpmóttökusvæði og áhaldahúsi, frá Norðurbraut að geymsluporti, jarðvegsskipti í sorpmóttökusvæði og að reisa girðingu umhverfis sorpmóttökusvæði. Meðfylgjandi uppdrættir nr. S-101, dags. 17. feb. 2025, og S-102, dags. 4. feb. 2025 og verklýsing, í verki 41840205 gera grein fyrir framkvæmdinni. Gögn voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Atla Gunnari Arnórssyni.
Meðfylgjandi verklýsing gerir grein fyrir framkvæmdum og frágangi. Sorpmóttaka á framkvæmdatíma verður sunnan við núverandi sorpmóttökusvæði.

Framkvæmdasvæðið er á athafnasvæði nr. AT601 í aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Þá er breyting á aðalskipulagi á lokastigum þar sem hluta svæðisins verður breytt í iðnaðarsvæði nr. I601. Einnig er deiliskipulag fyrir svæðið á lokastigum. Framkvæmdir, sem hér er sótt um leyfi fyrir, eru samræmi við markmið og ákvæði gildandi aðalskipulags, og áðurnefndrar breytingar á aðalskipulagi, varðandi athafnasvæði og iðnaðarsvæði og byggir á þeim framkvæmdum sem líst er í deiliskipulagi fyrir sorpmóttöku- og gámasvæðið á Hofsósi, sem brátt tekur gildi.

Framkvæmdasvæðið er á landi Hofsóss, landnr. 218098. Aðliggjandi er lóðin Norðurbraut, landnr. 146707. Skagafjörður er lóðarhafi Norðurbrautar, L146707.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum.