Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32
Málsnúmer 2503022F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 37. fundur - 08.04.2025
Fundargerð 32. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 20. mars 2025 lögð fram til afgreiðslu á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Gísli Sigurðsson, Álfhildur Leifsdóttir, Einar E. Einarsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Gísli Sigurðsson og Hrefna Jóhannesdóttir kvöddu sér hljóðs
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32 Kristín Sigurrós Einarsdóttir, héraðsbókavörður kom inn á fundinn og kynnti ársskýrslu Héraðsbókasafns Skagfirðinga. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32 Teknar fyrir niðurstöður þjónustukönnunar fyrir Héraðsbókasafn Skagfirðinga sem framkvæmd var í nóvember og desember 2024. Alls bárust 202 svör og munu niðurstöðurnar nýtast í áframhaldandi þróun á þjónustu Héraðsbókasafnsins.
Helstu niðurstöður voru á þá leið að mikill áhugi er fyrir laugardagsopnun, fjölbreyttari viðburðum fyrir yngrafólk og betri aðstöðu fyrir námsmenn.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir, héraðsbókavörður sat fundinn undir þessum dagskrálið.
Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32 Tekið fyrir erindi vegna Víkingsins 2025 sem fer fram 11. - 13. júní 2025. Leitað er að fjórum sveitarfélögum þar sem keppt yrði í 2 keppnisgreinum á hverjum stað. Með Víkingnum 2025 er verið að sameina Vestfjarðavíkinginn, Austfjarðatröllið og Norðurlands Jakann í eitt mót.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið ef keppnin verður haldin í Skagafirði um gistingu fyrir þátttakendur og starfsfólk Víkingsins ásamt einni máltíð. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sögusetri íslenska hestsins dagsett 18.03.2025.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að styrkja Sögusetrið um 1.500.000 kr til starfseminnar á árinu 2025. Fjármunir teknir af málaflokki 05890.
Sigurður Hauksson vék af fundi undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32 Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 18.03.2025 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2026.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2026. Erindinu vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32 Lagðar fram aðsóknartölur fyrir tjaldsvæðin í Skagafirði árið 2024.
Heildar aðsókn allra tjaldsvæða í Skagafirði var 9.650 fyrir árið 2024 en var 11.129 fyrir árið 2023 en það ár var mikil aukning í gestafjölda.
Heildar aðsóknartölur eftir árum fyrir öll tjaldsvæði er eins og hér segir:
2024 - 9.650
2023 - 11.129
2022 - 7.168
2021 - 5.723
2020 - 4.246
2019 - 7.677 Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32 Lagðar fram til kynningar rekstrartölur fyrir félagsheimili í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32 Sæluvika Skagfirðinga verður haldin dagana 27. apríl til 2. maí nk.
Starfsmenn nefndarinnar fóru yfir fyrirkomulag hátíðarinnar og dagskrá.
Verið er að auglýsa eftir viðburðum á hátíðina og hvetur nefndin áhugasama að standa fyrir viðburðum á Sæluviku. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32 Tekin fyrir styrkbeiðni frá skagfirska tónlistarmanninum Atla Degi Stefánssyni, dagsett 5. mars 2025, vegna útgáfutónleika í Sæluviku.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd óskar Atla Degi til hamingju með útgáfuna og samþykkir samhljóða að styrkja útgáfutónleikana um 94 þúsund krónur til leigu á hljóðkerfi og hljóðmanni. Fjármagn tekið af styrktarlið Sæluviku, lið 0511. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.