Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd - 32

Málsnúmer 2503012F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 37. fundur - 08.04.2025

Fundargerð 32. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 12. mars 2025 lögð fram til afgreiðslu á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 32 Norðurorg er söngkeppni allra félagsmiðstöðva á Norðurlandi. Félagsmiðstöðvarnar á Norðurlandi eru um 19 talsins og keppast þær um fimm sæti í lokakeppni söngkeppni Samfés sem fer fram í Laugardalshöllinni í byrjun maí. Félagsmiðstöðvarnar á Norðurlandi skiptast á að halda undankeppnina og í ár fer hún fram í Skagafirði þann 14. mars.
    Viðburðurinn er óhagnaðardrifinn og óska skipuleggjendur eftir afnotum af íþróttahúsinu endurgjaldslaust. Reiknað er með að um 500 manns af Norðurlandi verði á viðburðinum.
    Nefndin samþykkir samhljóða að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa og vísar til 4. gr. reglna um útleigu á íþróttahúsum í ákvörðun sinni þar sem ljóst er að ekki er hægt að halda viðburðinn í öðru húsnæði í sveitarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 32 Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, fyrir hönd skemmtinefndar Árskóla, óskar eftir afnotum af íþróttahúsinu á Sauðárkróki fyrir árshátíð Árskóla þann 28. mars nk. Um er að ræða 1/3 af salnum. Gengið verður frá að lokinni árshátíð og mun viðburðurinn ekki hafa áhrif á dagskrá í húsinu á laugardeginum.
    Nefndin samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að lána 1/3 af íþróttahúsinu endurgjaldslaust fyrir árshátíð starfsmanna Árskóla. Vísað er til eldra samkomulags á milli íþróttahússins og Árskóla og beinir nefndin því til starfsmanna að uppfæra það samkomulag og móta skriflegan samning um afnot af íþróttahúsinu undir viðburði á vegum skólans.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.