HR-Monitoring á Veitu- og framkvæmdasviði
Málsnúmer 2502309
Vakta málsnúmerLandbúnaðar- og innviðanefnd - 22. fundur - 04.03.2025
Mannauðsmælingar HR-Monitor hafa nú verið framkvæmdar þrisvar sinnum, þ.e. í nóvember og desember 2024 og í febrúar 2025. Útkoma á Veitu- og framkvæmdasviði hefur verið góð og mjög góð í flestum tilfellum. Sá hluti mælinga sem komið hefur verst út er þjálfun og starfsþróun, annars vegar og hins vegar mæling á áhuga, skuldbindingu og virðinu gagnvart starfsfólki. Sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs hefur nýtt sviðsfundi veitu- og framkvæmdasviðs til að fara yfir og skerpa á þeim þáttum sem betur mega fara. Jafnframt má geta að allir stjórnendur sviðsins sitja stjórnendanámskeið þessa dagana og nýtist sú þjálfun stjórnendum vel til að takast á við jafnt, jákvæða og neikvæða þætti fyrrnefndra mannauðsmælinga.