Körfuboltavöllur við Árskóla varð fyrir tjóni í vonskuveðri sem gekk yfir landið 3. febrúar sl. þegar hluti af flísum á vellinum flettist af. Fyrir liggur minnisblað frá Samúeli Rósinkrans Kristjánssyni, umsjónarmanni Eignasjóðs, þar sem lagðar eru fram tillögur að úrbótum vallarins. Talið er skynsamlegast að endurnýja völlinn að fullu fremur en að ráðast í bætur á þeim flísum sem skemmdust í illviðrinu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að endurnýja völlinn að fullu og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa viðauka vegna málsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að endurnýja völlinn að fullu og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa viðauka vegna málsins.