Fara í efni

Styrkbeiðni

Málsnúmer 2502148

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 134. fundur - 19.02.2025

Lagt fram bréf frá forsvarsmönnum Verðandi endurnýtingarmiðstöð á Hofsósi dagsett 11. febrúar 2025. Félagið hefur fengið afnot af húsinu Þangstöðum á Hofsósi undanfarin 5 ár, endurgjaldslaust en hafa lagt vinnu og fjármagn í endurbætur á húsnæðinu á undanförnum árum. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að kostnaði vegna þakviðgerða á húsinu. Áætlaður kostnaður við verkið er um 600.000 krónur.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að styðja félagið um 250.000 krónur til að mæta kostnaði vegna þakviðgerða á húsinu. Styrkurinn er veittur af fjárhagslið 21890.