Fara í efni

Maddömukot

Málsnúmer 2502146

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 134. fundur - 19.02.2025

Húsið sem gengur í daglegu tali manna í dag undir heitinu Maddömukot á Sauðárkróki er talið byggt árið 1887. Húsið er einnig nefnt Hofsbúðir. Varðveislugildi þess er metið miðlungs í tillögu að verndarsvæði í byggð fyrir Sauðárkrók frá árinu 2018. Ljóst er að Skagafjörður hefur ekki not fyrir húsið en það myndi sóma sér vel á nýjum stað ef vel yrði staðið að endurgerð þess.
Ef skoðaðar eru ljósmyndir frá því fyrir aldamót má sjá að tveir skúrar stóðu þar sem lóðin Aðalgata 16c er í dag þar sem Maddömukot stóð áður. Samkvæmt brunavirðingum frá 1916-1917 voru þessir tveir skúrar teknir niður og nýtt hús reist á því svæði. Húsið er því talið hafa verið byggt á þessum árum. Húsið var til að byrja með nýtt sem fjós, hesthús og geymsla en gegndi síðar meir ýmsum hlutverkum. Mjög líklegt verður að teljast að efni úr skúrunum tveimur hafi verið nýtt í húsið og því sé hluti þess frá því um 1887-1888. Það myndi einnig skýra að einhverju leyti útlit hússins sem er ekki að öllu leyti samhæft.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa húsið í núverandi ástandi gefins gegn því að það verði gert upp á nýjum stað í samræmi við kröfur Minjastofnunar Íslands. Húsið er aldursfriðað samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012 sem þýðir að hvorki má rífa það né breyta á nokkurn hátt án samþykkis Minjastofnunar Íslands. Áhugasamir hafi samband skv. auglýsingu fyrir 1. maí nk. Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að auglýsa húsið.