Fara í efni

Samráð; Breyting á sveitarstjórnarlögum - mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög

Málsnúmer 2502102

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 133. fundur - 12.02.2025

Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 23/2025, "Breyting á sveitarstjórnarlögum - mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög".

Umsagnarfrestur er til og með 17.02.2025.

Kynnt áform um fyrirhuguðarar breytingar á 129. grein sveitarstjórnarlaga, sem fjallar um endurskoðun á ferli kostnaðarmats, þ.e. mati á hugsanlegum áhrifum frumvarpa, tillagna að stjórnvaldsfyrirmælum eða annarra stefnumarkandi ákvarðana af hálfu ríkisins á fjárhag sveitarfélaga. Breytingunum er ætlað að koma til móts við gagnrýni sveitarfélaga, m.a. um að dæmi séu um að kostnaðarmat af þessu tagi séu ekki framkvæmd, matið sé oft ekki fullnægjandi, óljóst sé hvenær leita eigi umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og hvernig leyst skuli úr ágreiningi. Byggðarráð Skagafjarðar hefur ítrekað bent á skort á kostnaðarmati eða að það sé framkvæmt á ófullnægjandi hátt og fagnar því fyrirhuguðum áformum.