Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) fer fyrir verkefninu Áætlun eignamarka. Verkefnið felst í að drög eru unninn á landamerkjum jarða út frá aðgengilegum gögnum og afrakstur þess borinn undir landeiganda. Helstu gögn sem notuð eru landamerkjabækur auk þinglýstra skjala. Markmið verkefnisins er að tryggja yfirsýn og samræmda opinbera skráningu á landi með tilheyrandi ávinningi fyrir landeiganda og samfélag. Áætlunin hefur ekki áhrif á tilvist eða efni eignarréttinda landeiganda eða áhrif á þinglýsingarhluta fasteignaskrár. Landeignaskrá skráir ekki áhrif á þinglýsingarhluta fasteignaskrár.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa og umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að yfirfara eignamörk þeirra jarða sem HMS hefur sent sveitarfélaginu sem eiganda jarða og gera eftir ástæðum athugasemdir við.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa og umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að yfirfara eignamörk þeirra jarða sem HMS hefur sent sveitarfélaginu sem eiganda jarða og gera eftir ástæðum athugasemdir við.