Fara í efni

Stóra-Seyla L146071 - Umsókn um stofnun landspildu og byggingarreits

Málsnúmer 2502036

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 67. fundur - 06.02.2025

Guðmundur Þór Guðmundsson og Steinunn Fjóla Ólafsdóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Stóra-Seyla, landnúmer 146071 óska eftir heimild til að stofna 6,36 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem "Seyla" og 6300 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús skv. merkjalýsingu í verki nr. 74130000 útg. 17. janúar 2025. Merkjalýsing var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Ínu Björk Ársælsdóttur.

Skýring á landheiti vísar í upprunajörð. Ekki er annað landheiti með þessu heiti í Skagafirði. Öll hlunnindi tilheyra áfram Stóru-Seylu.

Landskipti samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli.
Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. flokki.
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
Engin fasteign er á umræddri spildu.

Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Stóru-Seylu, landnr. 146071.
Vegagerðin hefur samþykkt vegtengingu frá Sauðárkróksbraut (75).
Fyrirliggur jákvæð umsögn Minjastofnunar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn landskipti og byggingarreit.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 35. fundur - 12.02.2025

Vísað frá 67. fundi skipulagsnefndar frá 6. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Guðmundur Þór Guðmundsson og Steinunn Fjóla Ólafsdóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Stóra-Seyla, landnúmer 146071 óska eftir heimild til að stofna 6,36 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem "Seyla" og 6300 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús skv. merkjalýsingu í verki nr. 74130000 útg. 17. janúar 2025. Merkjalýsing var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Ínu Björk Ársælsdóttur.

Skýring á landheiti vísar í upprunajörð. Ekki er annað landheiti með þessu heiti í Skagafirði. Öll hlunnindi tilheyra áfram Stóru-Seylu.

Landskipti samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli.
Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. flokki.
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
Engin fasteign er á umræddri spildu.

Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Stóru-Seylu, landnr. 146071.
Vegagerðin hefur samþykkt vegtengingu frá Sauðárkróksbraut (75).
Fyrirliggur jákvæð umsögn Minjastofnunar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn landskipti og byggingarreit.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðin landskipti og byggingarreit.