Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22
Málsnúmer 2502029F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 36. fundur - 12.03.2025
Fundargerð 22. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 4. mars 2025 lögð fram til afgreiðslu á 36. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22 Farið yfir drög samningi um leigu á gámageymslusvæðum Skagafjarðar
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22 Lögð fram drög að nýjum samningi við FISK um afnot hitaorku vegna fiskþurrkunarinnar að Skarðseyri 13, byggður á gjaldskrá hitaveitu sem samþykkt var af sveitarstjórn Skagafjarðar 27.11.2024.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samninginn með tveimur atkvæðum, fulltrúi VG og óháðra Hildur Magnúsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með sjö atkvæðum, fulltrúar VG og óháðra sitja hjá. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22 Farið yfir verðskrá ÍGF vegna vigtunar dýrahræja og sláturúrgangs
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins og felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga hjá ÍGF.
Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22 Á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar með fulltrúum fjallskilanefndanna í Skagafirði þann 20. febrúar síðast liðinn var ákveðið að stofna starfshóp til að yfirfara Fjallskilasamþykkt Skagafjarðar. Í honum skyldu sitja tveir fulltrúar úr Landbúnaðar- og innviðanefnd, tveir fulltrúar fjallskilanefndanna ásamt umhverfis og landbúnaðarfulltrúa. Auglýst var eftir framboðum í hópinn og gáfu sig fimm aðilar fram til setu í hópnum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að skipa eftirtalda í starfshópinn: Einar Eðvald Einarsson og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson úr Landbúnaðar- og innviðanefnd, Einar Kári Magnússon og Atli Már Traustason frá fjallskilanefndunum og Kári Gunnarsson umhverfis og landbúnaðarfulltrúi. Með hópnum starfa sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs og lögfræðingur sveitarfélagsins ásamt öðrum sem kallaðir verða til eftir þörfum.
Hildur Magnúsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hún tekur ekki þátt í vali á milli aðila í vinnuhóp vegna nýrrar fjallskilasmþykktar enda ekki góð stjórnsýsla að handvelja aðila umfram aðra af þeim sem buðu sig fram.
Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með sjö atkvæðum. Fulltrúar VG og óháðra sitja hjá.
Álfhildur Leifsdóttir ítrekar bókun fulltrúa VG og óháðra frá fundi landbúnaðar- og innviðanefndar, svohljóðandi:
"Hildur Magnúsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hún tekur ekki þátt í vali á milli aðila í vinnuhóp vegna nýrrar fjallskilasmþykktar enda ekki góð stjórnsýsla að handvelja aðila umfram aðra af þeim sem buðu sig fram." -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22 Lagt fram bréf frá Pétri Kristinssyni lögmanni fyrir hönd Margrétar Hjaltadóttur og Jóns Þóris Ásmundssonar eigenda jarðarinnar Austara Hóls í Flókadal þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða girðingu á merkjum jarðanna Austara Hóls og Teiga í Flókadal. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22 Tekin fyrir umsókn FISK-Seafood ehf. um Háeyri 8 við Sauðárkrókshöfn.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við skipulagsnefnd að Fisk Seafood ehf. verði úthlutað lóðinni að Háeyri 8 þar sem að um hafsækna starfsemi sé að ræða. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22 Tekin fyrir umsókn Norðar ehf. um Háeyri 8 við Sauðárkrókshöfn fyrir aðstöðu fyrir inn- og útflutning sem hagkvæmt er að hafa nálægt höfninni.
Landbúnaðar- og innviðanefnd er sammála um að Norðar ehf. sé ekki með starfsemi sem krefjist aðstöðu á höfninni þar sem landrými er takmörkuð gæði. Því er lagt til við skipulagsnefnd að hafna umsókninni. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22 Mannauðsmælingar HR-Monitor hafa nú verið framkvæmdar þrisvar sinnum, þ.e. í nóvember og desember 2024 og í febrúar 2025. Útkoma á Veitu- og framkvæmdasviði hefur verið góð og mjög góð í flestum tilfellum. Sá hluti mælinga sem komið hefur verst út er þjálfun og starfsþróun, annars vegar og hins vegar mæling á áhuga, skuldbindingu og virðinu gagnvart starfsfólki. Sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs hefur nýtt sviðsfundi veitu- og framkvæmdasviðs til að fara yfir og skerpa á þeim þáttum sem betur mega fara. Jafnframt má geta að allir stjórnendur sviðsins sitja stjórnendanámskeið þessa dagana og nýtist sú þjálfun stjórnendum vel til að takast á við jafnt, jákvæða og neikvæða þætti fyrrnefndra mannauðsmælinga. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22 Sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnti nýjustu útfærslu Vegagerðarinnar vegna hönnunar á nýjum hafnargarði Sauðárkrókshafnar. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.