Byggðarráð Skagafjarðar - 134
Málsnúmer 2502017F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 36. fundur - 12.03.2025
Fundargerð 134. fundar byggðarráðs frá 19. febrúar 2025 lögð fram til afgreiðslu á 36. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 134 Mál áður á dagskrá 132. fundar byggðarráðs þann 6. febrúar sl.
Tilboð hefur borist í fasteignina Háholt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna tilboðinu og felur Sunnu Björk Atladóttur hjá Fasteignasölu Sauðárkróks að svara tilboðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 134 Húsið sem gengur í daglegu tali manna í dag undir heitinu Maddömukot á Sauðárkróki er talið byggt árið 1887. Húsið er einnig nefnt Hofsbúðir. Varðveislugildi þess er metið miðlungs í tillögu að verndarsvæði í byggð fyrir Sauðárkrók frá árinu 2018. Ljóst er að Skagafjörður hefur ekki not fyrir húsið en það myndi sóma sér vel á nýjum stað ef vel yrði staðið að endurgerð þess.
Ef skoðaðar eru ljósmyndir frá því fyrir aldamót má sjá að tveir skúrar stóðu þar sem lóðin Aðalgata 16c er í dag þar sem Maddömukot stóð áður. Samkvæmt brunavirðingum frá 1916-1917 voru þessir tveir skúrar teknir niður og nýtt hús reist á því svæði. Húsið er því talið hafa verið byggt á þessum árum. Húsið var til að byrja með nýtt sem fjós, hesthús og geymsla en gegndi síðar meir ýmsum hlutverkum. Mjög líklegt verður að teljast að efni úr skúrunum tveimur hafi verið nýtt í húsið og því sé hluti þess frá því um 1887-1888. Það myndi einnig skýra að einhverju leyti útlit hússins sem er ekki að öllu leyti samhæft.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa húsið í núverandi ástandi gefins gegn því að það verði gert upp á nýjum stað í samræmi við kröfur Minjastofnunar Íslands. Húsið er aldursfriðað samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012 sem þýðir að hvorki má rífa það né breyta á nokkurn hátt án samþykkis Minjastofnunar Íslands. Áhugasamir hafi samband skv. auglýsingu fyrir 1. maí nk. Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að auglýsa húsið. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 134 Körfuboltavöllur við Árskóla varð fyrir tjóni í vonskuveðri sem gekk yfir landið 3. febrúar sl. þegar hluti af flísum á vellinum flettist af. Fyrir liggur minnisblað frá Samúeli Rósinkrans Kristjánssyni, umsjónarmanni Eignasjóðs, þar sem lagðar eru fram tillögur að úrbótum vallarins. Talið er skynsamlegast að endurnýja völlinn að fullu fremur en að ráðast í bætur á þeim flísum sem skemmdust í illviðrinu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að endurnýja völlinn að fullu og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa viðauka vegna málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 134 Skagafirði barst bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem óskað er eftir framboðum í stjórn sjóðsins.
Frestur til að skila inn tilnefningu eða framboði er til kl. 12:00 á hádegi miðvikudaginn 24. febrúar nk. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 134 Lagt fram bréf frá Pílukastfélagi Skagafjarðar dagsett 10. febrúar 2025 þar sem óskað er eftir styrk til niðurgreiðslu húsaleigu félagsins. Félagið heldur úti æfingum fyrir börn undir leiðsögn leiðbeinanda ásamt því að Árskóli er með tíma í sal Pílukastfélags Skagafjarðar. Kostnaður vegna leigu á síðasta ári var um 790.000 krónur.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til félagsmála- og tómstundanefndar og leggur til að nefndin óski eftir fundi með forsvarsmönnum Pílukastfélags Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 134 Lagt fram bréf frá forsvarsmönnum Verðandi endurnýtingarmiðstöð á Hofsósi dagsett 11. febrúar 2025. Félagið hefur fengið afnot af húsinu Þangstöðum á Hofsósi undanfarin 5 ár, endurgjaldslaust en hafa lagt vinnu og fjármagn í endurbætur á húsnæðinu á undanförnum árum. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að kostnaði vegna þakviðgerða á húsinu. Áætlaður kostnaður við verkið er um 600.000 krónur.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að styðja félagið um 250.000 krónur til að mæta kostnaði vegna þakviðgerða á húsinu. Styrkurinn er veittur af fjárhagslið 21890. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 134 Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
- .8 2502080 Samráð; Endurskoðun fyrirkomulags eftirlitskerfis með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælumByggðarráð Skagafjarðar - 134 Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 19/2025, "Endurskoðun fyrirkomulags eftirlitskerfis með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum".
Umsagnarfrestur er til og með 20.02.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar bendir á að sveitarfélagið Skagafjörður hefur haft afar takmarkaðan aðgang að fundum sem haldnir hafa verið um samræmingu eftirlitskerfa hjá ríki og sveitarfélögum. Það er óásættanlegt með öllu og ekki nægjanlegt að funda eingöngu með landshlutasamtökum sveitarfélaganna sem koma ekki beint að t.d. rekstri heilbrigðiseftirlita eða hafa nokkra tengingu við þau.
Byggðarráð tekur hins vegar undir sjónarmið um að núverandi kerfi þurfi uppfærslu. Með mikilli stækkun UST og Mast hefur orðið ákveðin skörun á milli verkefna í eftirlitskerfinu. Eins er ljóst að samræming í vinnubrögðum á milli embætta um kröfur, úttektir og skýrslugerð þarf að vera meiri ásamt því að nútímavæða þarf upplýsingagjöf, umsóknaferli og skil á niðurstöðum.
Það verður að teljast óásættanlegt að flytja eingöngu burt frá sveitarfélögum landsins þann hluta verkefna sem gefur sértekjur en skilja eftir umræðulaust málaflokka eins og tiltekt á lóðum og lendum, vöktun á loftgæðum, vatnsgæðum og strandsjó, ásamt því að umsagnir og ráðgjöf eigi að vera áfram hjá sveitarfélögunum.
Reynslan af flutningi á þjónustu sem þessari frá nærsamfélögum gefur jafnframt fullt tilefni til að hræðast þann samruna og samþjöppun sem líklegt er að verði í kjölfarið á stofnunum og aðstöðu þeirra sem verkin vinna af hálfu eftirlitsstofnanna. Því er veruleg hætta á auknum kostnaði við þjónustu þeirra fyrirtækja sem þurfa á þessum úttektaraðilum að halda til að fá útgefin starfsleyfi í t.d. ferðaþjónustu og matvælaiðnaði.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur heilshugar undir áður birta umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og vill ítreka að byggðarráð telur að vinna þurfi þetta mál mun betur og í meira samráði við sveitarfélögin. Markmiðið á að vera að laga þá hnökra sem eru á núverandi kerfi en tryggja um leið að eftirlitsþjónustan og ráðgjöfin í kringum hana sé sem næst þeim sem á henni þurfa að halda.
Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 134 Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 26/2025, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009, og tollalögum, nr. 88/2005, o.fl."
Umsagnarfrestur er til og með 24. febrúar 2025.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lagt fram áform um breytingar á 4. kafla tollskrár sem er viðauki við tollalög nr. 88/2005 sem hefur þá megin breytingu í för með sér að innfluttur ostur, kallaður pizzaostur, sem unninn er úr mjólkurafurðum og blandaður jurtaolíu, færist úr því að vera með 30% toll á hvert kíló yfir í tollaflokk fyrir jurtaost sem ber engan toll. Megin rök ráðuneytisins fyrir þessu er niðurstaða Alþjóðatollastofnunarinnar WCO um að þetta væri röng tollaflokkun á innflutta jurtablandaða ostinum. Rétt er að hafa í huga að sú niðurstaða var á grundvelli atkvæðagreiðslu sérstakrar nefndar og er niðurstaða WCO ekki skuldbindandi fyrir íslenska ríkið. Samkvæmt reglum WCO sjálfs er Ísland ekki skuldbundið til að fylgja þessari niðurstöðu þegar íslenskir dómstólar hafa þegar tekið málið til efnislegrar úrlausnar og komist að annarri niðurstöðu. Það hafa þeir nú gert í tvígang og er niðurstaðan í bæði Héraðsdómi og Landsrétti skýr um það að ostur sem blandaður er jurtaolíu skal flokkast undir 4. kafla tollskrár og bera því 30% toll en ekki 21. kafla sem kveður á um enga tolla.
Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að íslensk stjórnvöld standi vörð um innlenda matvælaframleiðslu með því að beita af fullum þunga tollum á alla innflutta osta sem reynt er að flytja hingað til lands til viðbótar við þá fjölmörgu osta sem nú þegar eru innfluttir samkvæmt samningi og án tollkvóta. Það magn sem hér um ræðir samsvarar framleiðslumagni margra tuga mjólkurbúa á Íslandi og það er skylda okkar að standa vörð um þá framleiðslu umfram fjárhagslega hagsmuni þeirra sem vilja flytja inn ódýrari vöru blandaða jurtaolíu. Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á fjármála- og efnahgasráðherra að falla frá fyrirhuguðum áformum um breytingar á tollalögum. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.