Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 31

Málsnúmer 2502006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 35. fundur - 12.02.2025

Fundargerð 31. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 7. febrúar 2025 lögð fram til afgreiðslu á 35. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 31 Tekin fyrir samningur milli Alþýðulistar og Skagafjarðar um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð fyrir árið 2025. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 31 Tekin fyrir samningur milli Alþýðulistar og Skagafjarðar um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð fyrir árið 2024. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 31 Lagt fram til kynninga bréf frá Magnúsi Jónssyni, dagsett 2. febrúar 2025, fyrir hönd Drangeyjar-smábátafélags í Skagafirði er varðar úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2024-2025.
    Í bréfinu er lögð fram samþykkt frá aðalfundi félagsins þann 11. september 2024, en þar segir:
    "Aðalfundur Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar leggur áherslu á að byggðakvóta í
    Skagafirði verði einungis úthlutað til dagróðrabáta sem eru minni en 30 brt. Þá verði
    aldrei meira en 20% af byggðakvóta á Sauðárkróki úthlutað til hvers útgerðarfyrirtækis.
    Verði vinnsluskyldu í heimabyggð á mótframlagi byggðakvótans krafist, verði tryggt að
    markaðsverð greiðist fyrir landaðan afla."

    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 31 Tekið fyrir erindi frá Matvælaráðuneytinu, dagsett 22. janúar 2025, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2024/2025.

    Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins Skagafjarðar er 145 tonn sem skiptast þannig: Hofsós 15 tonn, Sauðárkrókur 130 tonn. Eftirstöðvar frá fyrra fiskveiði ári fyrir Hofsós er 7,2 tonn sem bætist við þau 15 tonn sem úthlutað er. Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga. Tillögum skal skilað fyrir 21.febrúar 2025.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að leggja til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 819/2024 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2024/2025 í sveitarfélaginu Skagafirði:

    1. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: " Hámarksúthlutun fiskiskipa af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 24 þorskígildistonn á skip."

    2. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: „Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024

    3. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem er landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "

    4. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025."

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að senda inn ofangreindar tillögur ásamt rökstuðningi til samþykktar sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Úthlutun byggðakvóta 2024-2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 31 Erindisbréf atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.