Lagt fram erindi frá Umhyggju, félagi langveikra barna, Landssamtökunum Þroskahjálp, Einhverfusamtökunum, Sjónarhóli ráðgjafamiðstöð og ÖBÍ réttindasamtökum, dagsett 28. janúar 2025, sem sent var til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands, mennta- og barnamálaráðuneytis og Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Í bréfinu er komið á framfæri áhyggjum framangreindra samtaka af skerðingu á þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra á meðan á verkföllum Kennarasambands Íslands stendur en að mati samtakanna breytast skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðum börnum ekki þrátt fyrir að verkfall hefjist og skólastarfsemi falli niður. Biðla þau til undanþágunefndar Kennarasambands Íslands og sveitarfélaganna að taka til greina þær undanþágubeiðnir sem berast til nefndarinnar frá foreldrum fatlaðra barna og skólastjórum skóla þeirra, en sé talið að beiðnirnar uppfylli ekki skilyrði lagaákvæða um undanþágu telja samtökin að sveitarfélögunum beri að tryggja að ekki verði þjónusturof við fötluð börn innan þeirra.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir áhyggjur samtakanna.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir áhyggjur samtakanna.