Fara í efni

Miðstöð slysavarna barna styrkbeiðni

Málsnúmer 2501327

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 132. fundur - 06.02.2025

Lagt fram erindi, dags. 27. janúar 2025, frá Herdísi L. Storgaard stofnanda góðgerðarfélagsins Miðstöðvar slysavarna barna, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 50.000 til fjármögnunar fræðslumyndbands fyrir foreldra um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum. Er myndbandinu ætlað að ná m.a. til foreldra á landsbyggðinni og foreldra sem hafa ekki íslensku að tungumáli.

Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.