Fara í efni

Grenndarkynning - Sjóvörn á Hofsósi, Þangstaðir

Málsnúmer 2501136

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 130. fundur - 22.01.2025

Lagt fram bréf frá skipulagsfulltrúa Skagafjarðar dagsett 10. janúar 2025 um grenndarkynningu. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingar og/eða athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd við Sjóvörn á Hofsósi. Um er að ræða 150 m nýja sjóvörn neðan við Suðurbraut en Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarðsins í samráði við sveitarfélagið.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við umrædda framkvæmd.