Landbúnaðar- og innviðanefnd - 19
Málsnúmer 2501021F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 35. fundur - 12.02.2025
Fundargerð 19. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 23. janúar 2025 lögð fram til afgreiðslu á 35. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 19 Sviðstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs gerði grein fyrir fundi sem hann átti með ÍGF vegna vigtunar sláturúrgangs.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að sviðstjóri vinni málið áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 19 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 18. desember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 varðandi umsókn frá Atla Gunnari Arnórssyni byggingarverkfræðingi á Stoð ehf. verkfræðistofu, fh. Hafnarsjóðs Skagafjarðar/Skeljungs ehf. um leyfi til að koma fyrir 10 m³ olíutanki við svokallað syðra plan við Sauðárkrókshöfn. Við tankinn verður komið fyrir búnaði til afgreiðslu gasolíu á minni skip og báta. Meðfylgjandi uppdráttur gerður af umsækjanda. Uppdráttur í verki 3600-0200, númer S-101, dagsettir 03.12.2024.
Skipulagsnefnd telur umrædda framkvæmd vera í samræmi við gildandi deiliskipulag þar sem nú þegar er tankur og afgreiðsla á gasolíu á umræddu plani. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd en minnir jafnframt á að liggja þarf fyrir samþykki landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar varðandi leyfisveitingu.
Landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulagsnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 19 Borist hefur beiðni frá Hauki Ingva Marinóssyni um samning vegna refaveiði.
Landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar samþykkir samhljóða að gera samning við Hauk Ingva. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 19 Til kynningar útkoma sorphirðu 2024
Fyrir liggja tölur um heildar urðun úrgangs frá Skagafirði árið 2024. Í heildina vex það magn sem fer til urðunnar frá Skagafirði um 20% frá árinu 2023. Skýrist það fyrst og fremst af auknu magni til urðunnar frá byggingarstarfsemi (niðurrifs byggingarefni), og auknu magni af blönduðum úrgangi frá fyrirtækjum. Sé eingöngu horft á tölur um blandaðan úrgang frá heimilum þá minnkar hann áfram eða um 14% milli áranna 2023 og 2024, en sé tekið mið af árinu 2022 þá er samdrátturinn orðinn 36% á tveimur árum. Hlutfall af pappa og plasti frá heimilum er nokkuð svipað milli áranna 2023 og 2024 þannig að minnkað magn til urðunnar skýrist þá af annarri flokkun og breytingum á umgengni fólks um það sem sent er til urðunnar.
Landbúnaðar og innviðanefnd fagnar þessari jákvæðu þróun í minnkuðu magni af úrgangi til urðunnar frá heimilum og skorar á íbúa sveitarfélagsins að halda áfram á sömu braut. En um leið má draga þá ályktun af heildar talnasafninu að fyrirtæki héraðsins geti gert betur í flokkun þó svo að þar hafi einnig orðið samdráttur ef horft er á þróunina yfir lengri tíma. Landbúnaðar og innviðanefnd felur sviðstjóra Veitu- og framkvæmdarsviðs að áfram verði unnið að greiningum á gögnunum með það að markmiði að hagræða megi í málaflokknum en stuðla um leið að ennþá meiri flokkun og nýtingu þess úrgangs sem kemur frá heimilum og fyrirtækjum.
Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 19 Lagður er fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hrolleifsdals fyrir árið 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 19 Til kynningar er skýrsla vegna aðalfundar veiðifélagsins Kolka. Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti málið. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.