Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd - 30

Málsnúmer 2501005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 35. fundur - 12.02.2025

Fundargerð 30. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 6. febrúar 2025 lögð fram til afgreiðslu á 35. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 30 Lögð fram drög að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð. Breytingarnar eru gerðar til að einfalda feril við innleiðingu rafrænnar fjárhagsaðstoðar í gegnum www.island.is en einnig eru ýmis ákvæði gerð skýrari. Nefndin felur starfsfólki að vinna áfram drögin í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
  • .2 2412001 Frístundaakstur
    Félagsmála- og tómstundanefnd - 30 Málið tekið fyrir á fundi byggðarráðs þann 8. janúar sl. og þannig bókað:
    "Máli vísað frá 29. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 17. desember 2024, þannig bókað:
    "Lagt fram minnisblað um nýtingu viðbótar frístundaaksturs á þriðjudögum, sem samþykktur var til prufu fram að áramótum á 27. fundi nefndarinnar þann 14. október síðastliðinn. Nefndin fagnar frumkvæði íþróttafélaganna að koma að máli við nefndina og samþykkir samhljóða framlengingu á núverandi fyrirkomulagi, þ.e. akstur aðra leið að loknum skóladegi á þriðjudögum frá Hofsósi og Varmahlíð, á æfingar á Sauðárkróki, til loka skólaársins 2024-2025. Nýting og fyrirkomulag verður skoðað með skólum, íþróttafélögum og forráðamönnum að nýju þegar líða fer að vori. Nefndin vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025."

    Byggðarráð skorar á félagsmála- og tómstundanefnd að flýta skoðun á nýtingu og fyrirkomulagi þannig að þeirri vinnu verði lokið fyrir miðjan febrúar.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita verkefninu fjármögnun með framlagðri beiðni um viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2025."

    Nefndin samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að fela starfsmönnum nefndarinnar að taka saman nýtingu á frístundaakstri það sem af er skólaári og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar auk þess að leggja fram drög að skoðanakönnun sem send verður forráðamönnum og íþróttafélögum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 30 Nefndinni barst fyrirspurn frá aðstandanaa aldraðs einstaklings, um það hvar mál væri statt er varðar heimsendan mat til eldri borgara utan Sauðárkróks.
    Nefndin felur leiðtoga fatlaðs fólks og eldra fólks að leggja fram minnisblað á næsta fundi nefndarinnar.

    Vg og óháð ásamt Byggðalista óska bókað:
    VG og Óháð ásamt Byggðalista hafa lagt mikla áherslu á að Skagafjörður sinni matarþjónustu fyrir alla eldri borgara í Skagafirði en ekki einungis þeim eldri borgurum sem búa á Sauðárkóki. Þetta er lögbundin grunnþjónusta sveitarfélaga. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkti á fundi sínum þann 1.des.2022. að beita sér fyrir samráðsferli og lausnarmiðuðum útfærslum með það að markmiði að þjónustan hæfist eigi síðar en í ágústmánuði 2023 þar sem allir eldri borgarar í Skagafirði hefðu þá kost á því að fá keyptan heitan mat með forgöngu sveitarfélagsins. VG og Óháð ásamt Byggðalista óskuðu eftir því að fá upplýsingar í febrúar 2024 um hvar sveitarfélagið væri statt í þeirri framkvæmdaáætlun, þá var enn óleyst hvernig akstri matarbakka yrði háttað. Nefndin fól starfsmönnum að skoða hvaða möguleikar væru í boði og kostnaðarmeta þann hluta. Gríðarlega mikil og góð undirbúningsvinna hefur farið fram og mikilvægt að koma þessari grunnþjónustu í framkvæmd. Því miður hefur samþykkt tímaáætlun nefndar til framkvæmdar ekki staðist og því leggja VG og Óháð ásamt Byggðalista fram tillögu þess efnis að kappkostað verði að matarþjónusta fyrir alla eldri borgara í Skagafirði verði forgangsverkefni nefndar og starfsmanna nefndar og að framkvæmd hefjist í apríl 2025.

    Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafnar tillögu minnihluta Vg og óháðra ásamt Byggðalista eins og hún er lögð fram og leggur til að málið verði tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar í mars. Meirihluti tekur fram að málið er mikilvægt til að jafna búsetu eldri borgara í sveitarfélaginu og biður starfsmenn nefndarinnar að taka saman minnisblað um það sem unnið hefur verið í málinu hingað til. Starfsmenn hafa lagt gríðarlega mikla vinnu í málið og þakkar meirihlutinn þeim fyrir það en því miður hefur nefndin ekki fundið farsæla lausn í málinu. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar þar sem áfram verður leitað allra leiða til að finna ásættanlega lausn. Tillagan samþykkt með tveimur greiddum atkvæðum meirihluta.

    VG og Óháð ásamt Byggðalista harma að tillaga okkar hafi verið felld um að gera matarþjónustu fyrir eldri borgara í Skagafirði að forgangsverkefni. Sérstaklega í ljósi þess hversu langt er liðið að ákvörðun nefndarinnar lá fyrir.
    Við minnum á að Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkti á fundi sínum 1. desember 2022 að hefja samráðsferli og vinna að lausnarmiðaðri útfærslu með það að markmiði að þjónustan hæfist eigi síðar en í ágúst 2023. Þrátt fyrir umfangsmikla undirbúningsvinnu og tillögu okkar um að hefja framkvæmd í apríl 2025 hefur verið brugðist við með höfnun, án þess að raunhæf tímasett áætlun liggi fyrir.
    Þetta er grunngildi velferðarsamfélagsins að tryggja eldri borgurum sanngjörn og jöfn lífskjör óháð búsetu. Höfnun tillögunnar felur í sér áframhaldandi mismunun þar sem eldri borgarar í dreifðum byggðum Skagafjarðar njóta ekki sömu þjónustu og íbúar Sauðárkróks.
    Við ítrekum mikilvægi þess að sveitarfélagið standi við ábyrgð sína í þessu máli og komi þjónustunni í framkvæmd hið fyrsta. Við munum áfram beita okkur fyrir því að allir eldri borgarar í Skagafirði gefist kostur á að fá keyptan mat með stuðningi sveitarfélagsins og þar með stuðla að jafnari búsetuskilyrðum fyrir eldri borgara Skagafjarðar. Þetta er ekki spurning um lausnir heldur forgangsröðun og pólítískan vilja.
    Bókun fundar VG og óháð ásamt byggðalista ítreka bókun sína, svohljóðandi:
    "VG og Óháð ásamt Byggðalista hafa lagt mikla áherslu á að Skagafjörður sinni matarþjónustu fyrir alla eldri borgara í Skagafirði en ekki einungis þeim eldri borgurum sem búa á Sauðárkóki. Þetta er lögbundin grunnþjónusta sveitarfélaga. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkti á fundi sínum þann 1.des.2022. að beita sér fyrir samráðsferli og lausnarmiðuðum útfærslum með það að markmiði að þjónustan hæfist eigi síðar en í ágústmánuði 2023 þar sem allir eldri borgarar í Skagafirði hefðu þá kost á því að fá keyptan heitan mat með forgöngu sveitarfélagsins. VG og Óháð ásamt Byggðalista óskuðu eftir því að fá upplýsingar í febrúar 2024 um hvar sveitarfélagið væri statt í þeirri framkvæmdaáætlun, þá var enn óleyst hvernig akstri matarbakka yrði háttað. Nefndin fól starfsmönnum að skoða hvaða möguleikar væru í boði og kostnaðarmeta þann hluta. Gríðarlega mikil og góð undirbúningsvinna hefur farið fram og mikilvægt að koma þessari grunnþjónustu í framkvæmd. Því miður hefur samþykkt tímaáætlun nefndar til framkvæmdar ekki staðist og því leggja VG og Óháð ásamt Byggðalista fram tillögu þess efnis að kappkostað verði að matarþjónusta fyrir alla eldri borgara í Skagafirði verði forgangsverkefni nefndar og starfsmanna nefndar og að framkvæmd hefjist í apríl 2025."

    Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ítrekar bókun sína, svohljóðandi:
    "Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafnar tillögu minnihluta Vg og óháðra ásamt Byggðalista eins og hún er lögð fram og leggur til að málið verði tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar í mars. Meirihluti tekur fram að málið er mikilvægt til að jafna búsetu eldri borgara í sveitarfélaginu og biður starfsmenn nefndarinnar að taka saman minnisblað um það sem unnið hefur verið í málinu hingað til. Starfsmenn hafa lagt gríðarlega mikla vinnu í málið og þakkar meirihlutinn þeim fyrir það en því miður hefur nefndin ekki fundið farsæla lausn í málinu. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar þar sem áfram verður leitað allra leiða til að finna ásættanlega lausn."

    VG og óháð ásamt byggðalista ítreka bókun sína, svohljóðandi:
    "VG og Óháð ásamt Byggðalista harma að tillaga okkar hafi verið felld um að gera matarþjónustu fyrir eldri borgara í Skagafirði að forgangsverkefni. Sérstaklega í ljósi þess hversu langt er liðið að ákvörðun nefndarinnar lá fyrir.
    Við minnum á að Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkti á fundi sínum 1. desember 2022 að hefja samráðsferli og vinna að lausnarmiðaðri útfærslu með það að markmiði að þjónustan hæfist eigi síðar en í ágúst 2023. Þrátt fyrir umfangsmikla undirbúningsvinnu og tillögu okkar um að hefja framkvæmd í apríl 2025 hefur verið brugðist við með höfnun, án þess að raunhæf tímasett áætlun liggi fyrir.
    Þetta er grunngildi velferðarsamfélagsins að tryggja eldri borgurum sanngjörn og jöfn lífskjör óháð búsetu. Höfnun tillögunnar felur í sér áframhaldandi mismunun þar sem eldri borgarar í dreifðum byggðum Skagafjarðar njóta ekki sömu þjónustu og íbúar Sauðárkróks.
    Við ítrekum mikilvægi þess að sveitarfélagið standi við ábyrgð sína í þessu máli og komi þjónustunni í framkvæmd hið fyrsta. Við munum áfram beita okkur fyrir því að allir eldri borgarar í Skagafirði gefist kostur á að fá keyptan mat með stuðningi sveitarfélagsins og þar með stuðla að jafnari búsetuskilyrðum fyrir eldri borgara Skagafjarðar. Þetta er ekki spurning um lausnir heldur forgangsröðun og pólítískan vilja."

    Afgreiðsla 30. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 30 Lögð fram til kynningar áskorun til samfélagsins á Norðurlandi vestra sem varð til eftir samráðsfund um öruggara Norðurland vestra í desember 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 30 Erindisbréf félagsmála- og tómstundanefndar lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 30 Lögð fram til kynningar 32. fundargerð ráðsins frá 20. janúar 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.